Árbók Hins íslenzka fornleifafélags - 01.01.1957, Side 48
52
ÁRBÓK FORNLEIFAFÉLAGSINS
5. Áletrun engin.
6. L: Keyptur fyrir meðalgöngu S. Vigfússonar 1888. Reykjavík.
1. 58.100. Stokkur úr furu, botn og annar gaflinn úr beyki. Skúffa
úr eik á framhlið. Negldur saman með látúnsnöglum og trétöppum.
Með renniloki. Annar gaflinn er einnig rennilok. 1 botninum er löng
skúffa. L. 16, br. 7.5, h. 6.4.
2. Nokkuð sprunginn og flísar brotnar af. Botninn er saman-
settur úr þremur fjölum, og er það víst upprunalegt. Ómálaður.
74.1.r.
3. Útskurður á loki, hliðum og göflum. Á báðum göflum er brugðn-
ingur, myndaður af hring og tveimur böndum, dregnum sem horn-
línur. Á hliðum stendur anno og ártal með höfðaletri í skástrikuðum
umgerðum. Á lokinu eru fjórir höfðaletursstafir í umgerð með kíl-
skurðaröðum og skástrikum. Við „naglarfarið“ er innskorið lítið,
samhverft skrautverk. Á lokið er skorið um 5 mm djúpt niður milli
bókstafanna. Að öðru leyti er útskurðurinn lágt upphleyptur. —•
Fremur vandvirknislega og vel unnið; dálítið ójafnt í smáatriðum.
4. Ártal: 1800.
5. Áletrun. Stafirnir á lokinu: i i s a.
6. L: Keyptur fyrir meðalgöngu S. Vigfússonar 1888. Reykjavík.
1. 58.101. Stokkur úr furu, festur saman með trétöppum. Með
renniloki. L. 23.2, br. 10.2, h. 11.4.
2. Nokkuð sprunginn. Stokkurinn er með grænum málningar-
blettum, lokið með svörtum. 75.1.m.
3. Útskurður á loki, hliðum og göflum. Hliðarnar eru báðar hvor
annarri líkar, með þremur skipaskurðarstjörnum (áttablaðarósum)
innan í hringum; ein stór í miðju og tvær minni, sín til hvorrar hlið-
ar. Einfaldir ,,bátaskurðir“; þeir endurtaka sig í hring utan til við
„armana", en innan hringsins. Innskorinn rétthyrningur myndar
umgerð um allt saman. Gaflarnir eru einnig líkir, en hér er umgerðin
tvær samhliða, innskornar línur með skástrikum á milli að ofan og
neðan og ein skipaskurðarstjarna, eins og nefndar hafa verið. Lokið
er með innskornum línum meðfram köntunum, svo að þar myndast
rétthyrningur. Er honum skipt í reiti með þverlínum. I fyrsta reit
er aðeins skorið far til að taka í. Annar reitur hefur dagsetningu
með innskornum latneskum stöfum, þriðji reitur anno og ártal, fjórði
og fimmti reitur hefur hvor um sig tvo stóra innskorna latneska