Árbók Hins íslenzka fornleifafélags - 01.01.1957, Page 50
54
ÁRBÓK FORNLEIFAFÉLAGSINS
1. 58.108. Stokkur (MÞ: Parastokkur) úr furu. Eintrjáningur;
hefur haft rennilok. Tigulmyndaður, um 6 sm á hlið, lengst milli
horna 10 sm, þ. 3.3.
2. Lokið vantar. Botninn úr, en nýtt stykki sett í staðinn. Ómál-
aður. 75.B.g.
3. Tvær mjóu hliðarnar hafa hvor um sig kílskurðarbekk og tvo
höfðaletursstafi. Kílskurðarbekkurinn er einnig eftir á botninum og
við enda loksins. Á annarri stóru hliðinni er ferhyrndur reitur með
innskornu X-i með kílskurði í hverjum þríhyrningi. Kílskurðarbekkir
eru utan við ferhyrninginn. Hin hliðin hefur líkan útskurð, en hér
er ferhyrningunum skipt í f jóra, hvern með sínu X-i. — Allvel unnið.
4. Ártal ekkert. (MÞ: Líklega frá 18. öld.)
5. Áletrun: Líklega gu aa.
6. L: Keyptur fyrir meðalgöngu S. Vigfússonar 1888. Reykjavík.
7. MÞ um áletrunina: vv — ab (?).
1. 59.212. Stokkur (MÞ: Smástokkur) úr beyki, negldur saman
með trétöppum. Með renniloki. Annar gaflinn stendur upp fyrir í
dálitlum boga. Ofurlítið typpi sem handfang á lokinu. L. 7, br. 6.3,
h. 6.3.
2. Óskemmdur. Ómálaður. 4.Á.d.
3. Útskurður á öllum flötum. Báðar hliðar eru alveg eins. Er þar
skipaskurðarstjarna, fjögrablaðarós innan í ferhyrningi með bekk
allt í kring; er það nokkurs konar krákustígsbekkur, gerður með
fremur mjóum innskurðum. Trétappi er í miðri rósinni. Á lokinu er
það sama, en kílskurðarbekkur í kring og dálítið typpi upp úr miðj-
unni. Á göflunum er sama fjögrablaðarós í ferhyrningi, en enginn
bekkur í kring. Neðan á botninum er innskorinn ferhyrningur, fylltur
út með skástrikum, og bókstafirnir E Z, tveir innskornir krossar og
nokkrar kílstungur, einnig ein einstök ferköntuð stunga. — Ekki sér-
lega fínn útskurður, en heildarsvipur góður.
4. Ártal ekkert.
5. Áletrun: Ofannefndir stafir á botninum.
6. L: ísland. Dalasýsla. Keyptur hjá A. Feddersen í Kaupmanna-
höfn 10. 10. 1887.
1. 59.213. Stokkur (MÞ: Smástokkur) úr furu. (Önnur hliðin er
e. t. v. úr birki og annar gaflinn kannske úr beyki?) Festur saman