Árbók Hins íslenzka fornleifafélags - 01.01.1957, Page 53
ISLENZKUR TRÉSKURÐUR í ERLENDUM SÖFNUM
57
5. Áletrun: herdisgda |
6. L: Frá Helga presti Sigurðssyni á Akranesi, ísland, 27. 11.
1888.
1 HS stærsta hf. nr. 18 í „Viðbót“. (Nefnir áletrunina og ártalið.)
------Mismunandi skurðarform á lokinu, í samanburði við sjálfann
stokkinn, lýsir því næstum berlega, að lokið sé miklu ýngra enn stokk-
urinn. Stokkinn keypti eg (fyrir V/2 kr.) af Ara á Fossum í Anda-
kíl, 1883. Hafði hann fyrir laungu nokkuð keypt hann á uppboði
eptir gamla konu í Borgarfirði, en vissi ekki meira um hann.
8. Peasant Art, fig. 3.
30. mynd (lokið).
1. 64.956. Stokkur úr eik, botn og lok úr furu. Festur saman með
trétöppum. Með renniloki. Annar gaflinn stendur dálítið upp fyrir
í boga. L. 12.5, br. 9.2, h. 7.5.
2. Nokkrar flísar brotnar úr köntunum. Lokið sprungið og spengt
með trélistum, sem festir eru á að innan með trétöppum. Rauðmál-
aður, en málningin slitin. 74.1.q.
3. Útskurður á loki, hliðum og göflum. Á hliðunum og göflunum
er samhverf niðurröðun með miðstofni, en munstrin eru ekki alls
staðar eins. Á annarri hliðinni og báðum göflunum hafa stönglarnir
innskorna miðlínu og mynda marga smávafninga og fáein mjó og
oddmynduð blöð. Á hinni hliðinni eru stönglarnir sléttir, en stór blað-
skúfur er í hvorum aðalvafningi og alldjúpt skorið í hvern blaðflipa-