Árbók Hins íslenzka fornleifafélags - 01.01.1957, Síða 65
ISLENZKUR TRÉSKURÐUR I ERLENDUM SÖFNUM
69
konar rósettur með krossi og blaði á ská út frá hverju horni. Styttri
framlengingin er strikuð með innskornum línum, skáhöllum skurði
og kílskurði; á endafletinum er kílskurðarmunstur. Lengri fram-
lengingin hefur krákustígsbekki á öllum „rimlum“ og samhverfan
útskurð á fletinum, sem þar verður ofan á; er það nánast jurta-
skraut. — Mjög laglegt verk.
4. Ártal: 1821.
5. Áletrun: matthildur/s/d/as
6. L: Gjöf frá herra P. Nielsen, Eyrarbakki, ísland, afh. fil. kand.
R. Arpi 28. 11. 1882.
7. L: Fylgiskj.: 1 skrá: Mangeltrá tillika Prjónastokkur.
MÞ:------er svo að sjá sem stokkurinn hafi jafnframt átt að vera
trafakefli.
8. Afbildningar, pl. 11, fig. 51. Peasant Art, fig. 53.
35. mynd.
1. 35.136. Prjónastokkur úr birki, eintrjáningur, áttstrendur,
með renniloki. L. 37.5, br. 4.3, h. 4.5.
2. Nokkrar flísar brotnar af lokinu, að öðru leyti óskemmdur.
Lítils háttar rauð málning á „miðkringlunum" á annarri hliðinni, að
öðru leyti ómálaður. 35. mynd. 4.Á.e.
3. Útskurður á öllum flötum nema botninum. Báðar neðri ská-
hliðarnar eru með bekkjum úr „snúnum böndum“ með innskorinni
miðlínu. Hinar tvær efri skáhliðar hafa röð af smáferhyrningum,
sem auðsjáanlega hafa átt að verða stafir, enda er þar byrjað á höfða-
leturslínu. Á öðrum gaflinum er sjöblaðarós (!) með skipaskurði,
prýdd með stungum. Allur ávalinn er útstunginn af smáholum. Á
hinum gaflinum er sexblaðarós með sams konar skurði (ófullgerð?).
Á lokinu og báðum lóðréttu hliðunum eru bylgjuteinungar. Teinung-
urinn á annarri hliðinni (sjá ljósmynd) er einkennilega líkur tein-
ungi, sem myndast af afturhluta á vængjuðu dýri í stafakirkjunni í
Urnes í Sogni, sem talin er vera frá um 1180! (Teikning í Norsk
kunsthistorie I, bls. 131.) Aðalstöngullinn er um 5 mm breiður og