Árbók Hins íslenzka fornleifafélags - 01.01.1957, Síða 72
76
ÁRBÖK FORNLEIFAFÉLAGSINS
skornar að ofan á líkan hátt og gaflinn og skilrúmið. L. 36, br. 5.3,
h. (með skífunum) 8.
2. Litla rennilokið vantar og stokkurinn farinn að losna um sam-
skeytin. Ómálaður. (Vantar plötunúmer.)
3. Útskurður á hliðum, göflum og loki. Sín höfðaleturslínan er á
hvorri hlið og endar á annarri með innskornu ártali. Lóðréttur kráku-
stígsbekkur með kílskurðum við endana. Gaflarnir hafa hvor sitt inn-
skorna rúðunet með kílstungum og ferhyrndum skurðum í reitunum.
A lokinu eru krákustígsbekkir (á öðrum helmingnum) og tiglabekkir
milli þríhyrndra skurða (á hinum). — Verkið er nokkuð gróft og
frumstætt.
4. Ártal: 1802.
5. Áletrun: gudridur/gudm
undsdotter 1802
6. L: Keypt hjá Friðrik Möller, kaupm., Eskifirði, íslandi. 30. 1.
1888.
8. Afbildningar, pl. 11, fig. 52.
í
1. 57.U22. Prjónastokkur úr beyki, gaflar úr eik; ferkantaður
þverskurður. Negldur saman úr fimm hlutum. Lok með tappalæs-
ingu. L. 24.5, h. 6.5, br. 4.7.
2. Dálítið sprunginn, að öðru leyti óskemmdur. Læsingin er slit-
in og læsir illa. Ómálaður. 74.A.q.
3. Á báðum göflunum eru innskornir ferhyrningar og í hvorum
þeirra skipaskurðarstjarna (fjögrablaðarós), fremur lélegt verk. Kíl-
skurður er milli armanna (blaðanna). Á hliðunum er sín höfðaleturs-
línan á hvorri og á lokinu nokkrir höfðaletursstafir og innskorið ár-
tal. Kringum tappann á lokinu er innskorinn þrefaldur ferhyrningur.
4. Ártal: 1858.
5. Áletrun: yngiBiörg
astokkin
anno 1858
6. L: Keyptur hjá F. Möller 1888, Eskifirði.
1. 58.103. Prjónastokkur úr birki(?), eintrjáningur, ferkantað-
ur þverskurður (eða kannske öllu heldur áttkantaður, því að allir
kantar eru afsneiddir). Hefur verið með renniloki. L. 30, h. 3.5,
br. 3.4.