Árbók Hins íslenzka fornleifafélags - 01.01.1957, Blaðsíða 73
ISLENZKUR TRÉSKURÐUR 1 ERLENDUM SÖFNUM
77
2. Tvær sprungur, annars óskemmdur. Lokið vantar. Ómálaður.
74.A.ab.
3. Höfðaleturslína er á hvorri hinna lóðréttu hliða. Á öllum ská-
flötunum fjórum er röð af skáhyrningum, sennilega í raun og veru
mjög stíliseraðir bekkir af „snúnum böndum“.
4. Ártal ekkert. (MÞ: Sennilega frá 18. öld eða snemma á
19. öld.)
5. Áletrun: elinnionsdottir
astockinnmedr.
6. L: Keyptur fyrir meðalgöngu S. Vigfússonar 1888, Reykjavík.
1. 58.105. Prjónastokkur úr furu, annar gaflinn úr eik. Festur
saman með trétöppum. Með renniloki. Á öðrum gaflinum er upp-
standari, bogamyndaður að ofan. L. 31.7, br. 6, h. (án uppstandar-
ans) 5.5.
2. Nokkrar smásprungur. Litaður svartur (að undanteknu því
innskorna). Liturinn máður. 73.A.y.
3. Sín höfðaleturslínan er á hvorri hliðinni og ein á lokinu. Lágt
upphleypt ártal á öðrum gaflinum, lóðréttur, rúðustrikaður bekkur
er sitt hvorum megin við það. Að ofan á uppstandarann á gaflinum
er innskorið X með smáum kílskurðum. Á hinn gaflinn er innskorinn
ferhyrningur með tveimur bekkjum af innskornum X-um. — Ártalið
og höfðaletrið er vel skorið, annað virðist heldur óvandvirknislegt.
4. Ártal: 1877.
5. Áletrun: malfridurkr
istiana|dan
ielsdottir|as
6. L: Keyptur fyrir meðalgöngu S. Vigfússonar 1888, Reykjavík.
1. 58.106. Prjónastokkur úr furu, botn úr eik, geirnegldur, botn-
inn festur á með látúnsnöglum. Lokið er fest á aðra hliðina með hjör-
um, sem gerðar eru úr látúnskengjum. Látúnskrókur, sem gengur í
keng á hinni hliðinni, til að loka með. L. 30.5, br. 3.5, h. 4.1.
2. Botninn nokkuð laus. Flísar brotnar af öllum köntum. Ómál-
aður. 73.A.á.
3. Sín höfðaleturslínan er á hvorri hlið og ein á lokinu. — Sæmi-
lega gert.
4. Ártal. Á annarri hliðinni stendur ártalið: annomdcccrlvii
(1847).