Árbók Hins íslenzka fornleifafélags - 01.01.1957, Page 82
86
ÁRBÓK FORNLEIFAFÉLAGSINS
andlit hlið við hlið. Skrautverkið á lokinu og ofan á hefur samhverfa
niðurröðun; þykk blöð og uppvafðar greinar út frá veikt dregnum
miðstofni eftir lengdinni. Einnig eru nokkur blöð, lík smárablöðum.
Sitt hvorum megin við stærsta andlitið eru stöngulkrókar með nokkr-
um stórum „skúfum“ af mismunandi blöðum. Beggja vegna við minni
andlitin eru tungulöguð blöð með holjárnsrákum í, annars stönglar
með smárablöðum. Á hinum hallandi flötum neðan á framlenging-
unum eru einnig blöð og holjárnsskurðir. Á sjálfum stokknum eru
brúnirnar teknar af köntunum að ofan og neðan, líklega með hol-
járni.
4. Ártal ekkert.
5. Áletrun engin.
6. L: Keyptur af fil. kand. Rolf Arpi. Kominn 8. 12. 1883.
8. Afbildningar, pl. 12, fig. 56.
ÖSKJUR
1. S5.1U7. Trafaöskjur úr eik, kringlóttar, festar saman með tré-
töppum og tágum. Þverm. 23-24, h. um 11.5.
2. Trétappar eru dottnir úr sums staðar, naglar settir í staðinn.
Nokkrar flísar eru brotnar úr kanti lokplötunnar. Ómálaðar. 38. og
39. mynd. 12.Z.á. Einnig 5.Á.ah.
3. ÍJtskurður á hliðunum og lokinu. Ein höfðaleturslína á hvorri
hlið og á hlið loksins er líka innskorið ártal við tágasauminn. Hlið
öskjunnar hefur þar tvær höfðaleturslínur. Þar sem línan með stóra
höfðaletrinu byrjar er lóðréttur bekkur af tungum með holjárns-
skurði. Á lokinu er upphleypt teinungaskrautverk, um 2 mm hátt.
(Munstrið er líkt því, sem er á trafaöskjunum nr. 59.189.) í miðju
er dálítill kúptur trétappi settur inn; út frá honum ganga stönglar
til beggja hliða og beygjast í hjartalagaða mynd. Nýir stönglar vaxa
út frá hinum og fléttast saman þar til hringurinn lokast. Stönglarnir
enda í ,,þykkildum“, sem eru prýdd með fleiri holjárnsstungum. Inni
í vafningunum eru blaðskúfar, þar sem hvert einstakt blað er skreytt
með holjárnsstungum og þríhyrndum skipaskurði. Slíkir blaðflipar
eru einnig inni í hringnum umhverfis miðtappann. Stönglarnir og
hringurinn hafa innri útlínur og þverbönd. Rúðustrikuð þverbönd