Árbók Hins íslenzka fornleifafélags - 01.01.1957, Page 85
ISLENZKUR TRÉSKURÐUR 1 ERLENDUM SÖFNUM
89-
1. 35.1Jf9. Smjöröskjur úr beyki, kringlóttar, festar saman með
látúnsnöglum og tágum. Þverm. um 15, h. 6.6.
2. Dálítið brotið af við tágasauminn; viðgert með seglgarnú
Nokkuð slitnar. Ómálaðar. 75.B.ad.
8. Útskurður á hliðunum og lokinu. Á lokinu eru þrír kílskurðar-
bekkir, hver innan í öðrum. Milli þeirra eru bekkir með skálínum og
punktum. I miðju er áttablaðarós með skipaskurði og kílstungum í
þríhyrningum milli „armanna". Á hliðum loksins og neðri öskjunnar
er sams konar munstur: Allt í kring innskornir hringar með eins
konar kílstungustjörnum innan í. Utan við hringana eru samhliða
boga- og vinkillínur og X með kílskurði. Milli tágasaumanna á lok-
inu eru X-bekkir. Milli tágasaumanna á neðri öskjunni eru samhliða
bogalínur og einstakar kílstungur. — Allgott verk.
4. Ártal ekkert. (MÞ: Virðast vera frá 18. öld.)
5. Áletrun engin.
6. L: R. Arpi fékk 1882 í skiptum hjá Forngripasafninu í Reykja-
vík.
1. 38.863. Smjöröskjur úr furu, kringlóttar með ofurlítið kúptri
lokplötu og botnplötu, festar saman með trétöppum, nokkrum nögl-
um (líklega síðar tilkomnir) og tágum. Þverm. 7.2, h. um 5.
2. Dálitið slitnar. Nokkra nagla vantar. Ómálaðar. (Mynd
ómerkt.)
3. Útskurður á lokinu. Hringinn í kring á ytra kantinum er kíl-
skurðarröð (laufaskurður). Innan við hann er sexblaðarós með skipa-
skurði. Hringur gengur í gegnum öll hin bátlöguðu blöð eða „arma“.
Sams konar bátlagaðir skurðir eru líka utan með allt í kring. Út-
fyllt með kílstungum og innskornum línum. — Laglegt verk.
4. Ártal ekkert. (MÞ: Líklega frá fyrri hluta 19. aldar.)
5. Áletrun engin.
6. L: Fil. kand. Rolf Arpi, Uppsölum, keypti, 8. 1. 1883.
8. Afbildningar, pl. 13, nr. 61.
1. 38.864. Smjöröskjur úr furu, ávalar með ofurlítið kúptu loki
og botni, festar saman með trétöppum og tágum. L. 11.8, br. 7.7,
h. 6.5.
2. Óskemmdar. Ómálaðar. 75.B.g.
3. Útskurður á lokinu. Hringinn í kring við kantinn er kílskurðar-
röð (laufaskurður). Þar fyrir innan nokkrir undarlegir bekkir af