Árbók Hins íslenzka fornleifafélags - 01.01.1957, Page 87
ISLENZKUR TRÉSKURÐUR I ERLENDUM SÖFNUM
91
5. Áletrun engin.
6. L: Keyptar hjá Fiúðrik Möller, kaupm., Eskifirði, Islandi,
30. 1. 1888.
7. MÞ kallar öskjurnar smjöröskjur.
8. Afbildningar, pl. 13, nr. 60. Peasant Art, fig. 23.
1. 57.1*20. Trafaöskjur úr furu, botnplata úr beyki, kringlóttar,
festar saman með trétöppum og tágum. Þverm. 28-29, h. 12.
40. mynd.
2. Margir trétappar dottnir úr og nokkrir naglar reknir í. Sprung-
ur. Botninn klofinn eftir miðju og festur saman með seglgarni. Stykki
brotið af lokplötunni og límt á. Alveg svartar að innan. Ómálaðar.
40. mynd. 4.Á.m.
3. Útskurður ofan á lokinu. Undarlegt og óreglubundið, upp-
hleypt jurtaskrautverk, tveggja mm hátt, flatt að ofan, nálgast að
vera samhverft, með miðstofni og greinum út til beggja hliða, byrjar
í hjartalagaðri stöngullykkju, greinarnar vefjast allar meira eða
minna saman í toppinn, sumar enda í „kringlu“, sumar í einföldum