Árbók Hins íslenzka fornleifafélags - 01.01.1957, Síða 88
92
ÁRBÓK FORNLEIFAFÉLAGSINS
blöðum með innri útlínum. Stönglarnir eru 1 — 1.5 sm að breidd. —
Fremur frumstætt verk.
4. Ártal ekkert.
5. Áletrun engin.
6. L: Keyptar hjá Friðrik Möller, kaupm., Eskifirði, fslandi,
30. 1. 1888.
7. L: Öskjurnar allar brotnar sundur (í 5 parta).
8. Afbildningar, pl. 13, fig. 62. Peasant Art, fig. 26.
1. 59.189. Trafaöskjur úr furu, kringlóttar, festar saman með
trétöppum og tágum. Þverm. um 25, h. 11.5.
2. Nokkrar flísar brotnar af lokinu. Ómálaður. 12.Z.S.
3. Útskurður ofan á lokinu. Eins konar jurtaskraut, upphleypt,
þar sem enginn grunnflötur verður sýnilegur, skorið allt að 3—4 mm
djúpt niður. Munstrið (líkt og á trafaöskjum 35.147) samanstendur
af hring og bandlíkum stönglum, sem mynda lykkjur. Inni í hverri
lykkju er stöngull, sem skiptist í tvennt og endar í margflipuðu blaði,
og hafa blaðfliparnir skipaskurðardældir. „Lykkjustönglarnir“ hafa
og blöð af sömu gerð í ytri ,,hornunum“. Nokkrir sams konar blað-
flipar mynda „rósettu“ inni í hringnum. í miðdepilinn er innsett
ofurlítið typpi. Stönglarnir hafa innri útlínur og þverbönd. Breidd
hringsins er 1.5 sm. — Mjög laglegt verk. (Minnir á hinn svonefnda
,,vifteskurd“ á Þelamörk. „Akantus“ I, s. 71, mynd á s. 69.)
4. Ártal ekkert.
5. Áletrun. Neðan á botninn er innskorið M A.
6. L: ísland. Hvítárvellir. Keyptar hjá adj. A. Feddersen í Kaup-
mannahöfn 10. 10. 1887.
8. Peasant Art, fig. 29.
1. 59.203. Trafaöskjur úr furu, kringlóttar, festar saman með
trétöppum og tágum. Þverm. 22—23, h. 9.5.
2. Nokkrar flísar brotnar af lokinu. Ómálaðar. 41. mynd. 3.Á.af.
3. Ofan á lokinu er upphleypt skrautverk, allt að 8 mm hátt, sam-
hverft jurtamunstur með beinum, mjóum miðstofni, sem hefur innri
útlínur. Annars er skorið skáhallt niður með stönglunum með upp-
réttum kanti öðrum megin. Hliðargreinarnar vefjast saman og enda
í blaðflipum og smá ,,kringlum“. Á sumum blöðunum er skorið ská-
hallt niður að öðrum jaðri, á sumum að báðum. — Ekki sérlega ná-
kvæm vinna. Góður heildarsvipur.