Árbók Hins íslenzka fornleifafélags - 01.01.1957, Page 95
ISLENZKUR TRÉSKURÐUR 1 ERLENDUM SÖFNUM
99
þrædd undir stönglana). Eitt fleirflipað blað að ofan og annað að
neðan allt í kring. Stönglarnir eru rúmlega 2 sm breiðir. Á lokinu
eru fyrst rákir og lítill krákustígsbekkur á klofanum, sem grípur um
eyrað. Tungan framan á lokinu er skorin sem nokkur smáblöð. Að
öðru leyti eru yzt tveir hringar hvor innan í öðrum, smá innskornar
geislalínur eru við þann ytri. Innan í innra hringnum er samhverft
stönglaskrautverk, verkar upphleypt, skorið 2—3 sm djúpt niður.
Undningar og fáeinir blaðflipar. Allt með innri útlínum. Stönglarnir
eru um 1 sm breiðir. — Fremur fallegt verk.
US. mynd.
4. Ártal ekkert.
5. Áletrun engin.
6. L: Gjöf frá ónefndum 17. 10. 1874. „Keyptur á fslandi af nú
dánum kommandörkaptein A. V. Lavén í byrjun júlímánaðar 1858.“
Inv. kat.
MÞ:-------Lagið venjulegt, nema að því leyti, að miðgjörðin er
raunar engin, heldur felldir inn gjarðarbútar umhverfis og látið líta
svo út sem gjörðinni sje brugðið undir rósaleggi í útskurðinum, sem
er umhverfis á stöfunum.
8. Afbildningar, pl. 14, nr. 69. Peasant Art, fig. 32.
1. 29.014- a. Askur úr furu, venjulegt lag. H. 14, þvm. 20.5.
2. Gjarðirnar orðnar nokkuð víðar, annars í ágætu ásigkomu-