Árbók Hins íslenzka fornleifafélags - 01.01.1957, Side 96
100
ÁRBÖK FORNLEIFAFÉLAGSINS
lagi. Lítur út sem nýr og ónotaður. Gjarðirnar dökklitaðar, annars
ómálaður. 75.B.C.
3. Útskurður ofan á lokinu. Á klofanum eru tveir bekkir, sem
minna á snúin bönd; auk þess tveir kílskurðarbekkir og innskorið
ártal. Upphækkunin við tunguna að framan hefur kílskurðarbekki,
einföld snúin bönd, krákustígsbönd og raðir af smáferhyrningum
með sléttum beltum á milli. Annars er niðurröðun af talsvert mörg-
um hringlínum, hver innan annarrar, og bekkir á milli með kílskurði
og krákustígsböndum, og innst skipaskurðarstjarna (sexblaðarós)
með hring dreginn gegnum oddana og litlum, þríhyrndum skurðum.
Innan á er rissuð sexblaðarós innan í hring. — Laglegt verk.
4. Ártal: 1878.
5. Áletrun engin.
6. L: Gjöf frá Jóni rektor Þorkelssyni 23. 5. 1879. ísland.
1. 29.014- b. Askur úr furu, sams konar og 29.014 a. H. 14, þvm.
20.5.
2. Alveg eins og a. 74.1.ac.
3. Eins og 29.014 a. Aðeins þetta frábrugðið: Bekkirnir á klof-
anum af snúnum böndum, ennþá einfaldari gerð. Lokið hefur upp-
hækkaðan kant yzt, og einum kílskurðarbekk færra. Skurðurinn á
sexblaðarósinni er einfaldari.
4. Ártal: 1878 (eins og a).
5. Áletrun engin.
6. L: Sama og undir a.
1. 35.108. Askur úr furu, venjulegt lag. H. 13.5, þvm. 24.8.
2. Stafirnir dálítið lausir (gisinn). Ómálaður. 44. mynd. 4.Á.O.
Einnig 5.Á.Z.
3. Handarhöldin eru strikuð (með skorum að aftan) og hafa á
hliðunum langa, þríhyrnda og sveigða skurði. Aftan á hefur hvort
um sig innskorið X með þríhyrndri stungu í hverjum þríhyrningi.
Annars er útskurður ofan á lokinu. Á klofanum eru tvær kílskurðar-
raðir, innskorið ártal og tungubekkur. Að öðru leyti er flatt, upp-
hleypt stönglaskrautverk; stönglarnir um 1 sm breiðir og hafa innri
útlínur, undninga með nokkrum litlum blöðum með skáhöllum skurði
eða miðstreng og smálínum skornum inn í kantana. Þverband á ein-
um stað, prýtt með kílskurði, það tengir tvo stöngla saman. Útfyll-