Árbók Hins íslenzka fornleifafélags - 01.01.1957, Side 98
102
ÁRBÓK FORNLEIFAFÉLAGSINS
7. MÞ um ártalið:-------1 og 6 eru uppskornir, og 6 er skorið upp
úr 8, sem má sjá óljóst enn.
8. Afbildningar, pl. 14, nr. 65. Peasant Art, fig. 30 og 33. Myndir
úr menningarsögu íslands, Rv. 1929, 35. mynd.
1. 38.833. Askur úr furu, mjög stór, en með venjulegu lagi með
bumbuvöxnum hliðum, stóru og minna eyra (handarhaldi). Lokið er
kúpt og fest í stærra eyrað. Tvöföld gjörð er að ofan og neðan, en
miðgjörðin einföld. H. 27, þvm. um 45.5.
2. Miðgjörðin nokkuð laus. Lokið sprungið og spengt með látúns-
plötum. Ómálaður. 70.A.ae.
3. Þverrákir eru á eftra handarhaldinu og typpinu. Annars er út-
skurðurinn á lokinu. Innan í hring með kílskurðarbekk á miðjunni
er skipaskurðarstjarna (sexblaðarós) með smáörmum eins og geisl-
um út milli oddanna og stórum hringum í kring. Klofinn, sem grípur
um eyrað, er með kílskurðarbekkjum og mjög einfalt dregnum tein-
ungi og útsprungnu blómi (rósettu). Sitt hvorum megin við klofann
eru innskornar bogalínur með kílskurðarbekkjum á milli og smá-
„kringlur" á legg. Kringum kant loksins er kílskurðarbekkur (laufa-
skurður). Fremst við tunguna eru sams konar „kringlur“ á legg, smá,
einfalt dregnir teinungsbútar, kílskurðarbekkir og einfaldur band-
hnútur. — Mjög laglegt verk.
4. Ártal ekkert.
5. Áletrun engin.
6. L: R. Arpi keypti 1883. Uppsalir.
1. 38.83^. Askur úr furu (að nokkru leyti birki), með venjulegu
lagi. H. 9, þvm. 17.8.
2. Miðgjörðin nokkuð laus, að öðru leyti óskemmdur. Ómálaður.
(Mynd ómerkt.)
3. Handarhöldin og typpin með rákum. Annars er útskurðurinn
á lokinu. Krákustígsbekkir, skipaskurðarbekkir og bandhnútur á klof-
anum. Smáteinungsbútar og „kringlur“ á legg við tunguna að fram-
an; hér eru líka kílskurðarbekkir (laufaskurður). Kringum ytri kant
loksins er einnig kílskurðarbekkur. Innan hans er á báðum hliðum
opinn flötur með sveigðum línum í kring; svo koma aftur kílskurðar-
raðir og í miðju sexblaðarós með skipaskurði; smáarmar ganga eins
og geislar út milli armanna. — Laglegt verk.
4. Ártal ekkert.