Árbók Hins íslenzka fornleifafélags - 01.01.1957, Síða 99
ÍSLENZKUR TRÉSKURÐUR 1 ERLENDUM SÖFNUM
103
5. Áletrun engin.
6. L: Rolf Arpi, Uppsölum, keypti. Kom 8. 12. 1883.
7. Afbildningar, pl. 14, nr. 64 og 68. Myndir úr menningarsögu
Islands, Rv. 1929, 35. mynd.
1. 4-4-164. Askur úr furu, með venjulegu lagi. H. 9.6, þvm. 14.6.
2. Nokkuð farið að losna um samskeyti. Dálítil stykki brotin úr
kanti loksins, og gat er á því nálægt miðju, sem lokað er með tré-
tappa. Ómálaður. 75.B.V.
3. Stærra handarhaldið (eyrað) er með skorum. Útskurður á lok-
inu, skipaskurðar- og kílskurðarbekkir. Á miðjunni er sexblaðarós
með skipaskurði. Typpi hefur að líkindum verið á miðjunni. Milli
kílskurðarhringsins meðfram kantinum og þess, sem er kringum sex-
blaðarósina, er opinn flötur með sveigðum línum í kring (hér um bil
eins og á askinum nr. 38.834). — Ekki sérlega fínt verk.
4. Ártal ekkert.
5. Áletrun engin.
6. L: R. Arpi keypti 1884. Uppsalir.
1. 56.558. Askur úr furu, með venjulegu lagi. H. 12, þvm. 20.5.
2. Gjarðirnar nokkuð lausar, annars lítur hann út sem nýr og
ónotaður. Gjarðirnar litaðar svartar (bæsaðar). Annars ómálaður.
75.B.C.
3. Eyrun strikuð og það stærra hefur innskorin X ofan á. Út-
skurður á lokinu, allur mjög smágerður. Klofinn hefur tvo bekki af
mjög einföldum snúnum böndum, auk þess tvo mismunandi kráku-
stígsbekki, myndaða af kílskurði, og örlítinn bekk af sams konar
snúnum böndum, en án innri lína. Svipað smágert skurðverk og
nokkrir þríhyrndir skipaskurðir á upphækkuninni við tunguna að
framan; annars er niðurröðun með hringum hverjum í öðrum, þar
sem sömu bekkirnir endurtaka sig. Þeir bútast sundur af stóru
klukkublómi sínu á hvorri hlið. Á miðjunni er sexblaðarós með
skrautverki í kring. — Mjög nosturslegt verk.
4. Ártal ekkert.
5. Áletrun engin.
6. L: Keyptur hjá F. Möller 1887, Eskifirði.
7. L: H: Nýr, eftir gamalli fyrirmynd.