Árbók Hins íslenzka fornleifafélags - 01.01.1957, Page 102
106
ÁRBÓK FORNLEIFAFÉLAGSINS
an úr ísafjarðar sýslu suður í Mýra sýslu, og bjó þar lengi á Grenj-
um. Hjá henni fekk Jóhann Guðmundss. efnispiltur, í Stangarholti
í Borgarhrepp, askinn, og ljet mig svo fá hann, með brjefi, ds. 10.
oktbr. 1880, um leið og hann skrifaði mér nú greinda sögu af ask-
inum.-------
-----einskonar skipa- og laufaskurður á lokinu, eins og enn er all-
títt á vestfirzkum og norðlenzkum öskum.------Askur þessi er víst
einhver hinn minnsti sem smíðaður hefur verið,------Neðrigjörð á
askinum er úr látúni; og svo hefur og efri gjörðin verið, sem nú vant-
ar. En miðgjörðin er úr tré, einsog vanalegast er. Vigt asksins er
rúm 2 lóð.
MÞ: Askur. Efni fura. Venjulegur að gerðinni til, nema stærðinni,
sem er mjög lítil. Þverm. um op 4.5 og h. 3.7 cm.; er og felldur saman
af 2 hlutum eða stöfum aðeins. Efsta gjörð og neðsta gjörð eru af.
Laglegur skipaskurður á loki. — Gerður fremur til gamans en gagns
sjálfsagt.
TRAFAKEFLI
1. 19.822. Trafakefli úr birki. Drekahöfuð er á öðrum endanum
<nokkuð skemmt) með sporbaugslöguðum augum og innskornum
bogalínum yfir þeim og undir. Skástrik marka fyrir tönnum. Höfuð-
ið er sveigt upp á við, og allt er keflið dálítið fatt. Sveigt handfang,
sem minnir dálítið á hönd, er á hinum endanum, og hálfsívalur kafli
er innan við bæði handföngin, sem innbyrðis eru tengd saman með
•útskornum miðkambi. L. 44.5, br. 6.2, h. 5.7.
2. Ormétið. Drekahöfuðið hálfétið af músum. Málað svart, hvítt,
rautt og grænt; málningin mjög slitin. (Mynd ómerkt.)
3. Á drekahöfuðið eru innskornar margar samhliða línur (sjá
undir 1.). Á kaflana innan við handföngin eru innskornir bekkir
með meander-munstri. Ofan á sveigða handfanginu er frumstæður
bandabrugðningur. Kantur miðkambsins er að ofan tegldur til, svo
að hann gengur í tungum og bylgjum, og hliðar hans eru skreyttar
með innskornum línum og dældum, sem að mestu fylgja ytri línun-
um. Ofan á honum er innskorin miðlína og smáskurðir, sem ganga
hornrétt á hana. Á keflinu sjálfu eru höfðaleturslínur ofan á, sín