Árbók Hins íslenzka fornleifafélags - 01.01.1957, Page 104
108
ÁRBÓK FORNLEIFAFÉLAGSINS
1. 35.132. Trafakefli úr beyki. Gerðin er með þrjá teninga,
hönd og kúluhandfang. Miðteningurinn er heill, hinir tveir gegn-
skornir bæði ofan frá og frá hliðunum. Þeir eru tengdir við þann í
miðið með ferköntuðum miðkambi og tveimur skornum hliðarriml-
um. Höndin er stílfærð með fimm fingur í röð. L. 59.2, br. 8, h. 5.5.
Undirkeflið (sívalt) fylgir með. Það er holt innan og eitthvað hringl-
ar innan í því. L. 41.7, þverm. um 3.5.
2. Nokkuð slitið að ofan. Stykki brotin úr báðum handföngum.
Ómálað. 14.Z.r.
3. Ofan á: Endateningarnir hafa á miðjunni kringlóttan flöt,
með innskorinni rósettu á hvoru um sig (ekki báðar eins). Fjórir
krossarmar tengja kringluna við ytri umgerð (gegnskorið á milli);
eins og hjólkross í umgerð. Kílskurðir eru á krossörmunum. Inn-
skorin áletrun er á umgerðunum. Hinir sívölu hliðarrimlar eru skorn-
ir sem kaðalsnúningar. Höfðaleturslína er á miðkambinum og þrjár
á miðteningnum. Á handarbakinu er blævængslöguð upphækkun með
innri útlínum báðum megin og innskorið A° og ártal. Hliðarfletimir:
Ein höfðaleturslína á keflinu sjálfu og ein á miðteningnum. — Ekki
sérlega fínt verk. Höfðaleturslínurnar bezt gerðar.
4. Ártal: 1729.
5. Áletrun verður ekki ráðin á svipstundu (erfitt að finna byrj-
unina). Sjá undir 7.
6. L: Fengið í skiptum frá Forngripasafninu í Reykjavík af fil.
kand. R. Arpi 29. 11. 1882. (Var nr. 303 a—b.) Samkvæmt S komið í
Forngripasafnið 30. 11. 1865 frá Jóni Bjarnasyni frá Stafafelli í
Lóni, skólapilti.
7. S: Á því má lesa með höfðaletri áminningu þessa:
„KIEBLEN TALA KVENDED VID
KAM SO FORDAST MEIGE
VEFDU I DUKE VEL ÞANN SID
AD VELKIUM LINED EIGE.
CHRISTIN THORLAKSDO (ttir). A° 1729.“
Á því er og skáldskapur með latínuletri, sem vel má lesa, en mér
hefir eigi tekizt að smala pörtum vísunnar saman í heild, og mun það
eigi auðvelt. (Skýrsla um forngripasafn I, bls. 129.)
8. Afbildningar, pl. 10, fig. 46. Peasant Art, fig. 70.
1. 35.133. Trafakefli úr beyki. Eins konar stílfærð hönd á öðr-
um endanum og eins stílfært dýrshöfuð á hinum. Upphækkaður kafli