Árbók Hins íslenzka fornleifafélags - 01.01.1957, Page 106
110
ÁRBÓK FORNLEIFAFÉLAGSINS
1. S5.1SU- Trafakefli úr beyki. Hönd á öðrum endanum, snúið
handfang með kúlu á endanum á hinum. Gerðin er með þremur ten-
ingum, eru þeir gerðir ávalir að ofan. Lækkuðu bilin á milli þeirra
eru með afsneiddum köntum. L. 57.8, br. 7.5, h. 4.5.
2. Óskemmt. Ómálað. 46. mynd. 14.Z.z.
3. Innskornar línur fylgja snúningnum á öðru handfanginu. Mjó,'
laufskorin líning er við höndina. Lágt upphleyptir bandabrugðn-
ingar eru á teningunum; eru þeir reglubundnir og samhverfir með
innri útlínum og smáskurðum. Miðteningurinn hefur þrjár tungur
af holjárnsstungum á hvorri hlið. Lækkuðu bilin hafa á efri fletin-
um teinungsbúta. Stönglarnir eru ávalir að ofan og skorið tiltölulega
djúpt niður milli þeirra (um 5 mm). Vafningarnir enda í eins konar
stórum blómum (eða ávöxtum) með mörgum smáskurðum í. Smáblöð
og undningar fylla út meðfram köntunum. Á skáflötunum eru upp-
hlevptir latneskir upphafsstafir og á hliðarflötunum innskornir latn-
46. mynd.
eskir upphafsstafir og ártal. Sem útfylling aftan við ártalið er lágt upp-
hleyptur bekkur af snúnum böndum. — Mjög laglegt og vel gert verk.
4. Ártal: 1687.
5. Áletrun:
OSKA / EG / ÞYDRE / AV )
DAR / SLOD / SEM / EIGNA / UPP11^^
ST KIEFLINN ÞESSE AD HNNE VEITIST GIÆFANN GOOD
GVD HANA SIALFUR BLESSE G E A R ANNO 1687
6. L: Gjöf frá B. Thorberg amtmanni í Reykjavík til fil. kand.
R. Arpi 23. 11. 1882.
8. Afbildningar pl. 9, fig. 43. Peasant Art, fig. 67.
1. 56.564. Trafakefli úr furu. Allt keflið ofurlítið fatt. Hátt upp-
standandi, sveigt handfang á öðrum endanum og á hinum nokkurn
veginn sívalt handfang, skipt af skorum í kúlur og kringlur, með upp-
hleypta rósettu framan á endanum; hálfkringlulagaðir kaflar eru
innan við bæði handföngin. Sjálft keflið er hátt og efri kantarnir af-
sneiddir. L. 53.5, br. 7.5, h. (sveigða handfangsins) 9.2.