Árbók Hins íslenzka fornleifafélags - 01.01.1957, Síða 108
112
ÁRBÓK FORNLEIFAFÉLAGSINS
að ofan. Er það nánast teiknað með fremur sterklega innskornum
línum og skurðum, en verkar sem upphleypt. Niðurröðunin er sam-
hverf, beggja vegna við miðlínu eftir lengdinni; stöngulvafningar
með smáblöðum og mismunandi blaðverki, blómum (rósettum), rák-
um og, á fremra handfanginu, næstum því eins og kransi. Á þremur
stöðum í miðlínunni (innan við endakaflana) eru leifar af typpum
eða því um líku, sem sett hafa verið inn.
.4. Ártal: ANNO 1736.
5. Áletrun annars engin.
6. L: Keypt hjá Helga presti Sigurðssyni, Akranes, ísland. 27. 11.
1888.
HS minnsta hf.: 151. Trafakefli með stórgerðum skurði og ártali
1730. (En það á að vera 1736!)
HS stærsta hf.: 10. (69.) Trafakefli, úr furu, með stórgerðum og
einkennilegum skurði, og ártalinu 1730. Það er ofan úr Borgarfirdi.
8. Afbildningar, pl. 10, fig. 48.
1. 65.060. Trafakefli úr birki, með uppvafið (S-lagað) handfang
á öðrum endanum og beint, hér um bil sívalt skaft á hinum; á því eru
upphækkaðir hringar á miðjunni og yzt. Innan við handföngin eru
teningslagaðir kaflar, tengdir saman innbyrðis af þunnri fjöl, sem
skilin er frá aðalkeflinu með tveimur glufum, en er föst á í miðjunni.
L. 62.5, br. 6.8, h. 5.8.
2. Nokkrar flísar brotnar af, annars óskemmt. Dálitlar leifar af
dökkri (svartri?) málningu. (Mynd ómerkt.)
3. Þvert yfir fremra handfangið ganga holjárnsskurðarbekkir,
á hliðunum eru blaðmyndir með smáum innskurðum, tveimur og
tveimur saman (samhliða). Skaftið á hinum endanum hefur á þeim
hlutanum, sem næstur er teningnum, tvo innskorna hringa og
sömuleiðis á hinum upphækkaða miðhring og á endahringnum. Báðir
teningarnir hafa upphleypt blaðverk ofan á og á hliðunum. Lítið
er um eiginlega stöngla, en fleirflipuð blöð af mismunandi lögun og
skreytt með smáskurðum, og „kringlur“ með þverböndum, laglegt og
nosturslegt verk. Ofan á þunnu fjölinni eru tvær línur og sín línan
á hverri hlið aðalkeflisins, með innskornum táknum, sum þeirra eru
víst rúnir og önnur tölustafir? — Laglegt verk.
4. Ártal: Sjá undir 7.
5. Áletrun: Sjá undir 7.