Árbók Hins íslenzka fornleifafélags - 01.01.1957, Page 111
ISLENZKUR TRÉSKURÐUR 1 ERLENDUM SÖFNUM
115
unni. Milli þeirra tveggja síðastnefndu eru kílskurðarbekkir og milli
hinna minni hringar af svipaðri gerð. Innskorin áletrun beggja vegna
við handfangið á f jölinni. — Frumstætt verk. Virðist ekki líta út sem
íslenzkt.
4. Ártal: 1774. 1775.
5. Áletrun: |LD : AHO Ið'lA F D : P I 2 ® 2 I V
WIU3 iÁ MO •' 1115" ■■ T í Z
6. Kort vantar í L.
Einasta upplýsing í H: „fr. Island.“
7. Neðan á fjölina er skrifað með bleki: Málað og mjög óhreint,
þegar keypt var, hreinsað af Hefsten(?) snikkara. Frá Islandi.
(Keypt í Kaupmannahöfn 1885 hjá Bolvig Simonsen.) Ett Trafa-
kefle (= mangelbráde).
[I svigum, með tveimur spurningarmerkjum og yfirstrikað:]
Nordmarken Dalsland.
SNÆLDUR
1. 35.127. Snælda (halasnælda) úr furu, með látúnshnokka, venju-
legt lag (snúðurinn sem sneið ofan af kúlu, með gati í miðjunni),
halinn hefur strikaðan hring nokkuð neðan við snúðinn. L. um 40,
þverm. 7.
2. Snúðurinn slitinn og smáflísar brotnar af. Dökkur (brúnt
bæs?). 222.K.a.
3. Snúðurinn hefur útskorinn bandhnút með upphleyptri verkan,
skorið allt að 3 mm djúpt niður (í krókunum). Bandið er um 1 sm
breitt, hefur innri útlínur og er skreytt með nokkrum smáum kíl-
skurðum. Greinilega sést að einnig hefur verið krans af smákílskurð-
um umhverfis gatið. — Laglega gert.
4. Ártal ekkert.
5. Áletrun engin.
6. L. Keypt af fil. kand. Rolf Arpi. Uppsalir. 23. 11. 1882.
8. Afbildningar, pl. 20, nr. 102.