Árbók Hins íslenzka fornleifafélags - 01.01.1957, Qupperneq 115
ISLENZKUR TRESKURÐUR 1 ERLENDUM SÖFNUM
119
tiltölulega mjótt, skipt í tvennt af upphækkaðri, nokkuð breiðri mið-
kringlu. Einnig á báðum endum eru útskornar „körfur“ til skrauts.
L. 22.
2. Óskemmt, lítur út fyrir að vera nýtt. Ómálað. 12.Z.V.
3. Miðkringlan er stór og breið, slétt til beggja hliða, en með
„kaðalsnúningi“ á miðpartinum. Skrautið á báðum endum er alveg
eins: flöt karfa, skreytt með smáskorum og samhliða línum. f lykkju
hennar hangir önnur, hér um bil hálfkúlulöguð ,,karfa“ með upp-
hleyptum, rúðustrikuðum þríhyrningum. I bilunum á milli eru tvær
innskornar samhliða línur með litlum skástrikum á milli; smáskorur
eru allt í kring á köntunum að ofan og neðan. — Laglegt verk.
4. Ártal ekkert.
5. Áletrun engin.
6. L: Keypt hjá Friðrik Möller, kaupm., Eskifirði, fsland. 12. 10.
1887.
7. L: Nýlega gert eftir gamalli fyrirmynd.
8. Peasant Art, fig. 63.
1. 56.565 d. Þráðarkefli (krókarefskefli) úr birki(?). í aðalatrið-
um sama gerð sem 56.565 a. L. 23.2.
2. Óskemmt, lítur út fyrir að vera nýtt. Rauðmálað. 75.B.á.
3. Miðkringlan þrískipt. Skrautið á öðrum endanum er eins og
flöt „karfa“, í lykkju hennar hangir önnur ,,karfa“, næstum því kúlu-
löguð, með hnapp á neðri endanum, skreytt með upphleyptum þrí-
hyrningum, innskornum línum og smáskorum. Á hinum endanum er
innar þrískipt kringla og út frá henni rimlar, sem mætast í oddi og
eru sameinaðir með kúluröð yzt. — Laglegt verk.
4. Ártal ekkert.
5. Áletrun engin.
6. L: Keypt hjá Friðrik Möller, kaupm., Eskifirði, ísland. 12. 10.
1887.
7. L: Nýlega gert eftir gamalli fyrirmynd.
1. 56.565 e. Þráðarkefli (krókarefskefli) úr birki. í aðalatriðum
sama gerð sem 56.565 c. L. 22.2.
2. Óskemmt, lítur út fyrir að vera nýtt. Ómálað. 75.B.á.
3. Miðkringlan er slétt til hliðanna, en miðparturinn upphækk-
aður með „kaðalsnúningi". Skrautið á báðum endum er alveg eins:
lág „karfa“ með annarri hærri hangandi í lykkjunni, báðar sívalar.