Árbók Hins íslenzka fornleifafélags - 01.01.1957, Síða 116
120
ÁRBÖK FORNLEIFAFÉLAGSINS
Föstu „körfurnar“ eru skreyttar með innskornum krákustígsbekkj-
um og smáskorum, hinar hangandi eru með krans af litlum, upp-
hleyptum, tungulöguðum blöðum og öðrum af lítið eitt upphleyptum
þríhyrningum með innskornum línum í kantana; enn fremur skorur
og litlir innskornir bekkir. — Laglegt verk.
4. Ártal ekkert.
5. Áletrun engin.
6. L: Keypt hjá Friðrik Möller, kaupm., Eskifirði, ísland. 12. 10.
1887.
7. L: Nýlega gert eftir gamalli fyrirmynd.
1. 56.565 f. Þráðarkefli (krókarefskefli) úr birki. í aðalatriðum
sama gerð sem 56.565 a. L. 19.7.
2. Óskemmt, lítur út fyrir að vera nýtt. Ómálað. 75.B.á.
3. Miðkringlan er að lögun sem snælda, með lausum hring um
miðjuna, er hann skreyttur með smáskorum á kantinum allt í kring.
Við annan endann er aftur „snælda“ með lausum hring; þar fyrir
utan er hið sívala handfang, sem minnir á ljósker, gengur það fram
í odd yzt, mjókkar um miðjuna, skreytt með ofurlítið upphleyptum
þríhyrningum með litlum, innskornum línum í köntunum. Utan um
miðjuna, sem hefur fjögur ávöl op, er þrískiptur hringur. Handfang-
ið er holt með einni lausri kúlu innan í. Á hinum endanum er lág,
sívalningslöguð „karfa“ með aðra nokkru hærri, hálfkúlulagaða,
hangandi í lykkjunni; báðar eru þær skreyttar með sams konar þrí-
hyrningum og handfangið. Lausa ,,karfan“ hefur hnapp neðst með
lausan hring um „hálsinn". — Laglegt verk.
4. Ártal ekkert.
5. Áletrun engin.
6. L: Keypt hjá Friðrik Möller, kaupm., Eskifirði, ísland. 12. 10.
1887.
7. L: Nýlega gert eftir gamalli fyrirmynd.
1. 56.565 g. Þráðarkefli (krókarefskefli) úr birki. Sívalt kefli,
telgt til á þann hátt, að fram kemur slétt, tiltölulega mjótt kefli til
að vinda á, með gildari, skrautlegum endum, sá stærri víst handfang.
L. 20.5.
2. Óskemmt, lítur út fyrir að vera nýtt. Ekki alveg ljóst, hefur
ef til vill verið strokið yfir með lakki eða þess háttar. 75.B.á.
3. Á öðrum hinna skreyttu enda er lág „karfa“ með krákustígs-