Árbók Hins íslenzka fornleifafélags - 01.01.1957, Síða 121
ISLENZKUR TRÉSKURÐUR I ERLENDUM SÖFNUM
125
1. 57.388. Ljósberi úr furu, ferkantaður, með dálítið ávölum,
pýramíðalöguðum toppi; hefur tvær glerrúður og hurð með járn-
vírshjörum og krók til að loka með; kertapípa, víst úr kopar, innan í.
H. um 30, grunnfl. 12 X 10.5.
2. Mjög hrörlegur, gliðnaður sundur um samskeytin, listar frá
köntunum að nokkru leyti horfnir, og nokkur stykki kurluð úr að
öðru leyti. Glerrúðurnar eru mjög ójafnt tilskornar. Málaður dökk-
rauður, en undir því dökkrauða sést rautt á listum og útskurði og
annars dökkgrænt. 74.1.ai.
3. Útskurðurinn er í rokokkostíl. Hurðin er skreytt með upp-
hleyptu blaðverki (akantus), 2-3 mm háu. Yfir hurðinni er áfest
blaðverk (akantusskraut), allt að 1.5 sm hátt. Á pýramíðanum eru
annars tvö innrist blöð og mjög lágt upphleypt blöð meðfram könt-
unum. Á hliðinni gegnt dyrunum er áfest upphleypt skrautverk yfir
glerrúðunni. Á þriðju hliðina vantar stykki, þar sem verið hefur
annaðhvort sléttur listi eða skrautverk. Á toppnum er hnappur með
rákum, virðist vera rósetta. — Mjög fínn útskurður.
4. Ártal ekkert.
5. Áletrun engin.
6. L: I förteckning: „En kirkelygte, foræret, Domein for Trans-
port.“ Keyptur hjá A. Thorsteinsson 1888, Reykjavík.
7. MÞ: Kann að vera íslenzk, þótt útskurðurinn sje ekki í ísl.
anda. — Opin með rúðunum hafa verið stækkuð og ljósberinn aflag-
aður með því; í þeirri hliðinni, sem engin glerrúða er í nú, er opið
með upprunalegri stærð. — Sagður vera úr kirkju.
1. 6U-96U- Blöndukanna úr furu, mjókkar upp. Neðst er þreföld
gjörð, önnur einföld, dálítið ofan við miðju, eitt handarhald (eyra),
sem lokið er fest í; lokið er kúpt og með odda að framan. H. 24, br.
um 22, þverm. (um botninn) 18.
2. Lokið er nokkuð laust og slitið að ofan. Ómáluð. (Svört að inn-
an. Kaffilykt!) 74.1.ai.
3. títskurður á handarhaldinu og ofan á lokinu. Aftan á handar-
haldinu eru tvær rákir, og á hliðum þess er blaðverk, raðað niður
með blævængslögun. Á „gafflinum“ eru nokkrir þríhyrndir skurðir
og innskorið ártal. Að öðru leyti er lokið að ofan þakið af stöngul-
skrautverki, nánast teiknað með dýpkuðum línum. Enginn samhang-
andi teinungur, en fjórir stöngulkrókar með innri útlínum og þver-