Árbók Hins íslenzka fornleifafélags - 01.01.1957, Side 124
128
ÁRBÓK FORNLEIFAFÉLAGSINS
ávöl, þykk blöð. Annar helmingur hvers stönguls er innhvelfdur, að
öðru leyti eru stönglar og blöð ávöl að ofan. Skorið er frá báðum hlið-
um. — Gott verk.
4. Ártal ekkert.
5. Áletrun engin.
6. L: Tré-skrautverk úr kirkju. Frá H. Sigurðssyni 1888, Akra-
nes.
Samkvæmt H nr. 149 í HS minnsta hf. Þar stendur: Gegnskorin.
fjöl, kirkjupílár.
Áreiðanlega nr. 156 í HS stærsta hf.: Gagnskorin fjöl, er verið
hefur pílár í kirkju, líklega fremur milli kórs og kirkju heldur enn
í altarisgráðum. (Sjá að öðru leyti undir nr. 65.058.)
51. mynd.
1. 65.058. Útskorið skrautverk úr furu. L. 75.5, br. 20.7, þ. 2.5—3.
2. Ein stór og nokkrar minni sprungur, eins og tvö stykki brotin
slf við annan endann. Blágræn, brún og gul málning (hver ofan á
annarri), allmikið slitin. 51. mynd. 75.I.S.
3. Skrautverkið samanstendur af tveimur teinungsbútum, sem
ganga út hvor til sinnar hliðar frá miðlínu. Hvor um sig hefur tvo
aðalvafninga með nokkrum smágreinum, sem vefjast upp í undninga
með ávölu „þykkildi" innst. Nokkur þykk blöð, sum ávöl, sum fram-
mjó. Annar helmingur hvers stönguls er innhvelfdur. Annars eru
stönglar og blöð ávöl að ofan. Skorið er frá báðum hliðum. — Gott
verk.
4. Ártal ekkert.
5. Áletrun engin.
6. L: Tré-skrautverk úr kirkju.------Málað blátt og gyllt. [Já,
hugsanlegt er, að það gula og brúna hafi verið gylling.] Frá H. Sig-
nrðssyni 1888, Akranes.