Árbók Hins íslenzka fornleifafélags - 01.01.1957, Page 127
ÞRJÚ KUML NORÐANLANDS
131
kjálkar, báðir lærleggir og vinstri sköflungur, allt töluvert skaddað.
Jón Steffensen telur beinin úr miðaldra karlmanni.
2. kuml. Um 35 m ASA frá 1. kumli var að sjá dálitla gróna
þúst, sem mannaverk virtust geta verið á. Melurinn er annars allur
blásinn með dálitlu moldblönduðu lagi efst, en hreinni möl á 10—20
sm dýpi. Þegar grafið var ofan í þústina, kom í ljós, að í henni var
allmikið af hnullungagrjóti og undir henni var hreyfð mold. Við
nánari rannsókn kom í ljós gröf, sem grafin hafði verið um 30 sm
niður í melinn. Gröfin var 2 m að lengd og 1 m að breidd. 30 sm
1. mynd. Grunnmynd og langskuröur af 2. kumli ú Sólheimum
i Sæmundarhlió.
djúp ofan í melinn. Allt kom þetta skýrt í ljós, því að umrótað og
losaralegt innihald grafarinnar skildi sig glöggt frá föstum meln-
um. Gröfin sneri N-S. I henni fundust nokkur mannsbein og fáein
hrossbein á tvístringi, en alls enginn vottur haugfjár. Eflaust hefur
líkið legið með höfuð til norðurs, en fætur í suður, því að við suður-
enda grafarinnar var hrossgröf, aðskilin frá henni með um 45 sm
breiðu hafti, þannig að grafirnar runnu alls ekki saman í eitt eins
og t. d. í Elivogum (sjá hér á eftir). Hrossgröfin var óreglulega
kringlótt, mest 135 sm N-S og mest 120 sm A-V. Brúnir skýrar
eins og í mannsgröfinni. Flest var úr skorðum fært eins og í manns-
gröfinni, en þó hafði ekki verið eins rækilega að unnið. Bein fund-
ust nokkur og mjög á ruglingi. Haus hestsins hefur snúið í suður