Árbók Hins íslenzka fornleifafélags

Årgang

Árbók Hins íslenzka fornleifafélags - 01.01.1957, Side 128

Árbók Hins íslenzka fornleifafélags - 01.01.1957, Side 128
132 ÁRBÓK FORNLEIFAFÉLAGSINS (frá manninum), og sást það af því, að annar afturfótur og tákjúk- ur fundust óhreyfðar í norðurendanum. í hrossgröfinni fundust lítilfjörlegar leifar haugfjár: 1. Gjarðarhringja af hinni algengu víkingaaldargerð, mjög lík t. d. hringjunum frá Ytra-Garðshorni, Kuml og haugfé, 78. mynd, bls. 256. Stærð hringjunnar er 5,7 x 6,8 sm. Hún lá alveg við óhreyfðu fótbeinin úr hestinum og var in situ eins og þau. 2. Rónagli, 3 sm að lengd, eflaust úr söðli. 3. 6 lítil og óskilgreinanleg járnbrot, líklega úr söðli. Hlutir þessir komu á safnið 8. sept. 1956, en hafa ekki enn verið tölusettir. Mannabeinaleifarnar í þessu kumli voru aðeins einn jaxl, brot úr báðum lærleggjum og brot úr báðum sköflungum. Jón Steffensen telur beinin úr fullorðnum karlmanni. Ekki er nú hægt að sjá fleiri merki kumla á Torfhól. 2. Kuml í Elivogum, Seyluhreppi, Skagaf jw'óarsýslu. Við rannsókn kumla á Sólheimum í Sæmundarhlíð í ágúst 1956, var mér tjáð, að leifar kumla mundu vera í landi Elivoga og hefði þær fundið Jón Gíslason refaskytta fyrir tveimur árum. Frá Sól- heimum gerði ég því för mína þangað hinn 19. ágúst. Austan við Sæmundarána, beint á móti bænum í Dæli, eru mel- hólar háir, sem oft eru nefndir Ketilhólar í einu lagi, en stundum er nafnið Ketilhóll aðeins haft um hæsta hólinn, en hóllinn sunnan við hann þá kallaður Einstakihóll. Allir eru hólar þessir syðst í landi Elivoga. Á Einstakahól, norðan við háhólinn fundust beinin. Þarna var mikið blásið úr og sást mikið af stórvöxnu grjóti, sem fá má um allan hólinn, en sýnilega hefur það verið dregið töluvert saman að kumli því, sem þarna hafði verið. Var fljótlegt að finna grafarbarm og auðvelt að rekja allar útlínur grafarinnar, því að mjög greinilega skildi sig að hreyft og óhreyft. Kom þarna í ljós mjög skýr gröf, sem sneri eiginlega þvert á hólinn (sem er nokkuð aflangur), VNV-ASA. Lengd grafarinnar var 4 m, en breiddin rúmlega 1 m í austurenda og tæplega 1 m í vesturenda. Dýpt frá yfirborði niður á botn var mjög misjöfn eftir því hve mikið var blásið, en vesturendinn var yfirleitt meira blásinn. Stallur var um miðja gröf þvera, og var allur vesturhlutinn um 10 sm lægri en austurhlutinn (2. mynd).
Side 1
Side 2
Side 3
Side 4
Side 5
Side 6
Side 7
Side 8
Side 9
Side 10
Side 11
Side 12
Side 13
Side 14
Side 15
Side 16
Side 17
Side 18
Side 19
Side 20
Side 21
Side 22
Side 23
Side 24
Side 25
Side 26
Side 27
Side 28
Side 29
Side 30
Side 31
Side 32
Side 33
Side 34
Side 35
Side 36
Side 37
Side 38
Side 39
Side 40
Side 41
Side 42
Side 43
Side 44
Side 45
Side 46
Side 47
Side 48
Side 49
Side 50
Side 51
Side 52
Side 53
Side 54
Side 55
Side 56
Side 57
Side 58
Side 59
Side 60
Side 61
Side 62
Side 63
Side 64
Side 65
Side 66
Side 67
Side 68
Side 69
Side 70
Side 71
Side 72
Side 73
Side 74
Side 75
Side 76
Side 77
Side 78
Side 79
Side 80
Side 81
Side 82
Side 83
Side 84
Side 85
Side 86
Side 87
Side 88
Side 89
Side 90
Side 91
Side 92
Side 93
Side 94
Side 95
Side 96
Side 97
Side 98
Side 99
Side 100
Side 101
Side 102
Side 103
Side 104
Side 105
Side 106
Side 107
Side 108
Side 109
Side 110
Side 111
Side 112
Side 113
Side 114
Side 115
Side 116
Side 117
Side 118
Side 119
Side 120
Side 121
Side 122
Side 123
Side 124
Side 125
Side 126
Side 127
Side 128
Side 129
Side 130
Side 131
Side 132
Side 133
Side 134
Side 135
Side 136
Side 137
Side 138
Side 139
Side 140
Side 141
Side 142
Side 143
Side 144
Side 145
Side 146
Side 147
Side 148
Side 149
Side 150
Side 151
Side 152
Side 153
Side 154
Side 155
Side 156

x

Árbók Hins íslenzka fornleifafélags

Direkte link

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Árbók Hins íslenzka fornleifafélags
https://timarit.is/publication/97

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.