Árbók Hins íslenzka fornleifafélags - 01.01.1957, Side 129
ÞRJtJ KUML NORÐANLANDS
133
1 gröf þessari höfðu sýnilega verið grafnir maður og hestur, enda
fannst töluvert beinahrafl úr báðum, en gröfin hafði áður verið
mokuð upp endanna í milli eins og á Sólheimum. Mannsgröfin var
í vesturendanum og hafði höfuðið snúið í vestur (VNV), því að
tennur fundust vestast í gröfinni. Ekkert var þar óhreyft, en fimm
járnbrot fundust auk beina, og eru þau lítt skilgreinanleg. Hið
lengsta þeirra er 9,8 sm að lengd. Eitt brotið er greinilega af nagla,
líklega úr söðli. I austurenda hafði hesturinn verið. Af beinum hans
var ekki annað óhreyft en annar framfótur við suðurhlið grafar.
Haus mun hafa snúið í austur.
Gröfin var tekin lítið eitt ofan í möl, hrossgröfin sem sagt um 10
1
nANNóGROF
HROSSGROF
dQ<
t
I m
\
KUML I E LIVOGUM
2. mynd. Grunnmynd af kumli í Elivoyum.
sm grynnri, sem þó kann að hafa orsakazt af því, að nokkuð hallar
vestur af hólnum. Legstaðurinn hefur allur verið með myndarbrag,
en hörmulega leikinn af mannavöldum. Hann ber óvenju hátt, og
líklega hefur honum ekki verið tyllt upp á háhólinn, af því að jarð-
vegur hefur verið þar lítill.
Mannabeinaleifarnar eru: Kúpuhvolf, kinnkjálki, hægri sköflung-
ur og nokkur brot. Jón Steffensen telur beinin úr gömlum karl-
manni.
Kuml þetta mætti teljast óeðlilega langt frá bænum, ef það hefur
verið gert frá Elivogum. Athugandi er þó að bærinn mun áður hafa
staðið nokkru sunnar og austar, þar sem nú kallast Bæjarstæði.
Þaðan er töluvert styttra til kumlsins.
Margeir Jónsson segir í örnefnalýsingu Elivoga, að Hauskúpu-
holt heiti norðaustur frá Elivogum: „Það er slétt melholt, en þar