Árbók Hins íslenzka fornleifafélags - 01.01.1957, Page 131
ÞRJÚ KUML NORÐANLANDS
135
eitthvað úr stað færðar. Rétt fyrir norðan þessa hluti var dálítill
grasrótartoppur, og þegar við honum var rótað, komu í ljós leifar
af mannskjálkum og tönnum, og var hér sýnilega fundinn höfða-
hluti grafarinnar. Suður af nælunni var óblásin þunn moldarflaga,
og mátti búast við, að þar kynni að vera eitthvað af óhreyfðu haug-
3. mynd. UppblástrarsvæSifi, þar sem DaHastaðakumliS fannst. í gras-
hnausnum neBst lil liægri var kjálki konunnar, en rélt hjá hnausnum sést
brydda á kúptri nælu, og perlur liggja ofan á hjá henni.
fé, en sýnilega var blásið úr kumlinu á alla vegu, og lágu þar á víð
og dreif ofan á sandinum mörg ryðguð járnbrot. Líklegt verður að
telja, að nælan, sem drengurinn fann, sé úr þessu kumli, þó að
hafa megi í huga, að vel geta fleiri kuml komið í ljós á þessu upp-
blástrarsvæði (3. mynd).
Grafið var með gætni frá kjálkabrotunum og kúptu nælunni og
suður eftir kumlinu. Við næluna fundust margar perlur í viðbót, og