Árbók Hins íslenzka fornleifafélags - 01.01.1957, Qupperneq 135
ÞRJÚ KUML NORÐANLANDS
139
5. mynd. Hnugfé frá DaSaslöSum. Á myndinni sjást nr. 9- 11 i fundurskrá
og nr. 13—18.
en kúptur umhverfis, hæð 1,7 sm. Auðséð er, að snúður þessi
er gerður úr grýtubroti, því að pottahrím er ofan á honum,
og neðan á honum vottar jafnvel einnig fyrir einhverju dökku
lagi. Snældusnúðar hafa áður fundizt í tveimur kumlum hér á
landi.
12. Snældusnúður úr klébergi, mjög í brotum og vantar í hann,
hefur verið 3,2 sm í þvm., 2,1 sm á hæð, kúptur og miklu fín-
legar unninn en hinn snúðurinn.
13. Sigð úr járni, 27 sm löng eftir bakkanum (með þjói), 19,5 sm
yfir bogann, með venjulegu sigðarlagi, en fremur lítið bogin,
8. Brot úr kambi, aðeins 1,3 sm að lengd, fannst á sandinum;
hefur verið járnnegldur og með gröfnum strikum á okum.
9. Skæri, mjög í molum, skálmar báðar þó nokkurn veginn heilar,
venjulegt sauðaklippulag, munu hafa verið lík Rygh 443.
10. Hnífur úr járni, með löngum tanga, alls 13 sm að lengd, þar
af blaðið 5,7 sm. Venjulegt lag.
11. Snældusnúður úr klébergi, 2 sm í þvm., flatur ofan og neðan,