Árbók Hins íslenzka fornleifafélags - 01.01.1957, Síða 144
148
ÁRBÓK FORNLEIFAFÉLAGSINS
homi í Svarfaðardal og Daðastöðum í Núpasveit. Enn fremur stein-
lagningu einkennilega í Rauðuskriðu í Suður-Þingeyjarsýslu.
Enn má geta þess, að starfsmenn safnsins fóru nokkrar ferðir til
Skálholts til að fylgjast með, er grafið var fyrir grunni hinnar nýju
kirkju, sömuleiðis ofantekningu gömlu kirkjunnar. Loks fylgdust
þeir með aðgerðunum á hinum gömlu húsum, sem frá er greint ann-
ars staðar í þessari skýrslu.
Víkingafundur. Telja má merkisviðburð á árinu, að um sumarið
buðu Háskólinn og Þjóðminjasafnið í sameiningu til svonefnds vík-
ingafundar (Viking Congi'ess) í Reykjavík. En svo hafa um skeið
verið nefndir fundir þeir, er norrænir og brezkir fræðimenn, þeir
er fást við sögu, mál og menningu víkingaaldar, eiga með sér á
nokkurra ára fresti. Var þessi hinn þriðji í röðinni, en áður höfðu
víkingafundir verið haldnir á Hjaltlandi og í Noregi. í undirbún-
ingsnefnd þriðja víkingafundarins voru fulltrúar bæði frá Há-
skólanum og Þjóðminjasafninu, og var þjóðminjavörður formaður
hennar.
Fundurinn var settur í hátíðasal háskólans 20. júlí. Viðstödd voru
forseti íslands og frú hans, menntamálaráðherra og sendiherrar
þeirra þjóða, sem fulltrúa áttu á fundinum. Fundinn sátu alls 48
reglulegir þátttakendur, frá Danmörku 6, frá Bretlandi 9, frá Noregi
5, frá Svíþjóð 3 og 25 íslendingar. Hinir erlendu gestir voru flestir
starfandi háskólakennarar og safnamenn. Öllum var auk þess frjálst
að taka þátt í fundunum, og notuðu sér það margir.
Fundurinn stóð til 27. júlí. Fimm daga voru haldnir fyrirlestra-
og umræðufundir. Alls voru fluttir 18 fyrirlestrar um sögu, forn-
leifafræði, málfræði og menningu víkingaaldar, þar af 6 af íslenzk-
um fræðimönnum, en 12 af hinum erlendu gestum. öll voru erindin
flutt á ensku, og urðu umræður nokkrar um flest þeirra. Auk fund-
anna voru farnar kynnisferðir til Skagafjarðar og Reykjaness á
vegum fundarboðenda, en bæjarstjórn Reykjavíkur bauð til Þing-
valla og forseti íslands til Bessastaða. Kvöldvaka var haldin í Þjóð-
minjasafninu, en menntamálaráðherra bauð til skilnaðarveizlu að
kvöldi hins 27. júlí.
Þess skal getið með þökk, að Alþingi veitti nokkra fjárupphæð
sérstaklega, til þess að gera fundarboðendum kleift að halda þennan
fræðimannafund hér á landi. Fundurinn fór að öllu leyti hið bezta
fram, og er þess að vænta, að hann hafi fyllilega náð þeim tilgangi,
sem slíkum fundum er ætlaður.