Árbók Hins íslenzka fornleifafélags

Volume

Árbók Hins íslenzka fornleifafélags - 01.01.1965, Page 4

Árbók Hins íslenzka fornleifafélags - 01.01.1965, Page 4
8 ÁRBÓK FORNLEIFAFÉLAGSINS um kumlateig, og væri ekki ólíklegt, að fleira kynni að koma þar upp við grafartektir í framtíðinni. Á þessu stigi er ekki fleira um fund- inn að segja, nema hvað gerð skal nánari grein fyrir vopnunum þremur, sem nú eru í Þjóðminjasafninu (1. mynd). Spjót (Þjms. 8209), 1. nú 32,7 sm, en nokkuð vantar aftan af falnum. Fjöðrin er 19,7 sm að 1. og 3,1 sm breið efst, beggja vegna hryggur og slétt út af til eggjanna. Þverstýfðir gagnstæðir hnúðar eða tappar standa út frá leggnum í sama fleti og fjöðrin, og það er þetta einkenni, sem skilur þetta spjót frá venjulegum spjótum af K-gerð Jans Petersens. Mér eru ekki kunn spjót með þessari lögun frá 10. öld meðal fornleifa í öðrum löndum. 1 Kumlum og haugfé þorði ég því ekki að fullyrða, að spjót þetta og nokkur önnur sambærileg væru frá fornöld, en taldi þó líklegt, að svo væri (bls. 283). Ef spjótið er jafngamalt öxinni og skjaldarból- unni og allt saman er haugfé úr fornum kumlateig, eins og líkur benda til, getur það ekki verið yngra en frá um 1000, og væri mikils- vert að geta með vissu tímaákvarðað svo einkennilegt spjót. Öxi (kom 24. 1. 1958), 24 sm frá skalla og fram á egg, 22 sm fyrir munn, en lítið eitt er nú brotið af annarri hyrnunni, oddar fram og aftur af auga; í auganu er bútur af axarskaftinu. öxin er þunnslegin (sbr. Afmæliskveðju til Alexanders Jóhannessonar, bls. 156—157), og öðrum megin á henni eru miklar fastryðgaðar leifar af einskeftudúk. Öxi þessi er af M-gerð Jans Petersens (De norske vikingesverd, bls. 46, mynd 45), sem hann telur meðal hinna yngstu axa frá víkingaöld og jafnvel hafa viðgengizt fram á mið- aldir. Af skjaldarbólunni virðist þó einsætt að tímaákvarða þessa öxi til 10. aldar. Þegar Kuml og haugfé kom út 1956, var ekki þekkt neitt eintak af M-gerð hér á landi (sjá um axir bls. 283 o. áfr.); nú eru tvö til, þetta og öxi frá Kálfafelli í Fljótshverfi, sýnd á mynd framan á kápu Árbókar 1957—1958. SJcjaldarbóla (kom sama dag og öxin), ekki heil, en stærð og lög- un augljós eigi að síður. Gerðin er eins og Rygh 562, eins og flestar aðrar íslenzkar skjaldarbólur (Kuml og haugfé, bls. 289—290), kúpt með dálitlu mitti ofan við kragann. Skjaldarbóla þessi hefur verið 15 sm í þvermál neðst og 6 sm á hæð.
Page 1
Page 2
Page 3
Page 4
Page 5
Page 6
Page 7
Page 8
Page 9
Page 10
Page 11
Page 12
Page 13
Page 14
Page 15
Page 16
Page 17
Page 18
Page 19
Page 20
Page 21
Page 22
Page 23
Page 24
Page 25
Page 26
Page 27
Page 28
Page 29
Page 30
Page 31
Page 32
Page 33
Page 34
Page 35
Page 36
Page 37
Page 38
Page 39
Page 40
Page 41
Page 42
Page 43
Page 44
Page 45
Page 46
Page 47
Page 48
Page 49
Page 50
Page 51
Page 52
Page 53
Page 54
Page 55
Page 56
Page 57
Page 58
Page 59
Page 60
Page 61
Page 62
Page 63
Page 64
Page 65
Page 66
Page 67
Page 68
Page 69
Page 70
Page 71
Page 72
Page 73
Page 74
Page 75
Page 76
Page 77
Page 78
Page 79
Page 80
Page 81
Page 82
Page 83
Page 84
Page 85
Page 86
Page 87
Page 88
Page 89
Page 90
Page 91
Page 92
Page 93
Page 94
Page 95
Page 96
Page 97
Page 98
Page 99
Page 100
Page 101
Page 102
Page 103
Page 104
Page 105
Page 106
Page 107
Page 108
Page 109
Page 110
Page 111
Page 112
Page 113
Page 114
Page 115
Page 116
Page 117
Page 118
Page 119
Page 120
Page 121
Page 122
Page 123
Page 124
Page 125
Page 126
Page 127
Page 128
Page 129
Page 130
Page 131
Page 132
Page 133
Page 134
Page 135
Page 136
Page 137
Page 138
Page 139
Page 140
Page 141
Page 142
Page 143
Page 144
Page 145
Page 146
Page 147
Page 148
Page 149
Page 150
Page 151
Page 152
Page 153
Page 154
Page 155
Page 156
Page 157
Page 158
Page 159
Page 160
Page 161
Page 162
Page 163
Page 164

x

Árbók Hins íslenzka fornleifafélags

Direct Links

If you want to link to this newspaper/magazine, please use these links:

Link to this newspaper/magazine: Árbók Hins íslenzka fornleifafélags
https://timarit.is/publication/97

Link to this issue:

Link to this page:

Link to this article:

Please do not link directly to images or PDFs on Timarit.is as such URLs may change without warning. Please use the URLs provided above for linking to the website.