Árbók Hins íslenzka fornleifafélags

Volume

Árbók Hins íslenzka fornleifafélags - 01.01.1965, Page 17

Árbók Hins íslenzka fornleifafélags - 01.01.1965, Page 17
kuml Or heiðnum sið 21 stendur járnnagli sá, sem áður var nefndur, svo að ógjörla sér, hvernig sú brún hefur verið, en varla hefur þar verið perluröð eins og á hinni, enda hefur listamaðurinn ekki hirt um að gera þetta verk sitt samhverft. Á enninu eru miklar hrukkur, en þar sér einn- ig í strikstúfa, sem hverfa út í jaðrana, en gera má ráð fyrir að endað hafi sem skrautbönd á svipaðan hátt og skeggið, sem látið er fléttast saman við bandabrugðninga og slaufur, þótt það sjáist ekki greinilega nema öðrum megin, vegna þess að önnur kinn and- htsins er svo tærð, að ekki er hægt að fylgja strikum. En þrátt fyrir allar skemmdirnar eru öll aðalatriði krotsins nægilega skýr og svipurinn sterkur, og ættarmótið leynir sér ekki. Stíleinkenni krotsins á þessum merkilega hlut frá Ljótsstöðum sverja sig öll til einnar ættar, þar er engu ofaukið. Þetta er skreyti- stíll sá, sem stundum er nefndur „yngri Jalangursstíll", stundum „stíll stóra dýrsins", stundum ,,Mammenstíll“ eftir merkilegum kumlfundi í Mammensókn á Norður-Jótlandi, þar sem meðal ann- ars fannst hin alþekkta öxi með silfurinnlögðu skrautmunstri. Stíl- afbrigði þetta má skoða sem millistig milli Jalangursstíls og Hringa- ríkisstíls og hefur sterkan sameiginlegan svip með báðum, en er þó nieð sínum sérkennum. Eitt þeirra eru hin einkennilegu svipsterku inannsandlit með starandi augum, þursanefi og yfirvararskeggi. Mað- urinn frá Ljótsstöðum skipar sér skilyrðislaust í fylkingu margra bræðra, sem fundizt hafa víða um Norðurlönd. Sem fræg dæmi af niörgum má nefna Mammen-öxina sjálfa, rúnastein frá Árósum (II) °g Cammin-skrínið, og í sambandi við Ljótsstaðaplötuna er gam- an að minnast þess, að á skríninu er allt skrautverkið skorið í bein- plötur, sem festar eru utan á það. Auk andlitsins sjálfs eru svo önnur stílatriði jafnskýr, einkum brugðin bönd, og jafnvel perlu- röðin, sem er mjög einkennandi á böndum þessa stíls, kemur einn- ig til skila á annarri augabrún andlitsins frá Ljótsstöðum. Þetta er fróðlegt, því að smáatriði sem þetta er hér ekki fyrir tilviljun, held- ur sýnir það til fullnustu, að hér er að verki listamaður, sem er sam- gróinn liststíl sinnar samtíðar og notar tjáningarmeðul hans út í 3esar, en fer ekki heldur út fyrir takmörk þeirra. Verk hans verður hreinræktað barn síns stíls og tíma. Talið er, að Mammenstíll hafi blómgazt á áratugunum um 1000. Eftir því ætti kumlið á Ljótsstöðum að vera frá lokum heiðni, enda er ekkert því til fyrirstöðu. Nánasti ættingi Ljótsstaðakrotsins uieðal íslenzkra minja er skurðurinn á þiljunum frá Möðrufelli, en bar næst koma Flatatungufjalir. Hér skal ekki reynt að leggja
Page 1
Page 2
Page 3
Page 4
Page 5
Page 6
Page 7
Page 8
Page 9
Page 10
Page 11
Page 12
Page 13
Page 14
Page 15
Page 16
Page 17
Page 18
Page 19
Page 20
Page 21
Page 22
Page 23
Page 24
Page 25
Page 26
Page 27
Page 28
Page 29
Page 30
Page 31
Page 32
Page 33
Page 34
Page 35
Page 36
Page 37
Page 38
Page 39
Page 40
Page 41
Page 42
Page 43
Page 44
Page 45
Page 46
Page 47
Page 48
Page 49
Page 50
Page 51
Page 52
Page 53
Page 54
Page 55
Page 56
Page 57
Page 58
Page 59
Page 60
Page 61
Page 62
Page 63
Page 64
Page 65
Page 66
Page 67
Page 68
Page 69
Page 70
Page 71
Page 72
Page 73
Page 74
Page 75
Page 76
Page 77
Page 78
Page 79
Page 80
Page 81
Page 82
Page 83
Page 84
Page 85
Page 86
Page 87
Page 88
Page 89
Page 90
Page 91
Page 92
Page 93
Page 94
Page 95
Page 96
Page 97
Page 98
Page 99
Page 100
Page 101
Page 102
Page 103
Page 104
Page 105
Page 106
Page 107
Page 108
Page 109
Page 110
Page 111
Page 112
Page 113
Page 114
Page 115
Page 116
Page 117
Page 118
Page 119
Page 120
Page 121
Page 122
Page 123
Page 124
Page 125
Page 126
Page 127
Page 128
Page 129
Page 130
Page 131
Page 132
Page 133
Page 134
Page 135
Page 136
Page 137
Page 138
Page 139
Page 140
Page 141
Page 142
Page 143
Page 144
Page 145
Page 146
Page 147
Page 148
Page 149
Page 150
Page 151
Page 152
Page 153
Page 154
Page 155
Page 156
Page 157
Page 158
Page 159
Page 160
Page 161
Page 162
Page 163
Page 164

x

Árbók Hins íslenzka fornleifafélags

Direct Links

If you want to link to this newspaper/magazine, please use these links:

Link to this newspaper/magazine: Árbók Hins íslenzka fornleifafélags
https://timarit.is/publication/97

Link to this issue:

Link to this page:

Link to this article:

Please do not link directly to images or PDFs on Timarit.is as such URLs may change without warning. Please use the URLs provided above for linking to the website.