Eimreiðin - 01.01.1918, Page 5
Eimreiðin] LOCKSLEY HÖLL 5
Við hún leit, — sem undiröldur
Iandvörp stormgeyst hófu brjóst,
dagrenningu’ úr djúpi sálar
dökkbrún augun sýndu ljóst.
Kvað hún: „Hug minn hef jeg dulið,
■ hrædd við kend í brjósti mjer.
Elskar þú mig“ ? — öndu varp hún —
„unnað hef jeg lengi þjer!“
Ástin stundaglasið greip
og greitt og hratt því sneri við,
Igullin sandkorn runnu, runnu,
rann og leið hver stundar-bið.
Ástiu hjartans hörpu þreif
Iog hratt og títt af mætti sló, —
allra sálar stiltra strengja
sterkur hljómur skalf og — dó. —
Oft um morgna hjerna’ á heiðum
heyrðum við í runnum söng,
tíðar, hraðar hjartað sló
við hvískur vorsins dægrin löng.
Oft á kvöldin hjer við hafið
horfðum við á glæstan knör.
Sálir beggja urðu ein,
er ástar-kossinn ljek á vör. — —
— Slitin, slitin, Amy, Amy,
öll að fullu trygða bönd! —
Leiða, auða eyði-heiði,
ömurlega, bera strönd! —
Svikulari’ en söngvar lýsa,
svikulari’ en hugsast má
kjarklaus stóðst ei heift og hótun,
hörku föður brúðan smá!