Eimreiðin - 01.01.1918, Síða 10
10
LOCKSLEY HÖLL
[Eimreiðin
Blaði sný jeg viS: jeg veit
mjer verða sköpin ella köld.
Drep þú mig úr dróma þessum,
dásamlega móðir, öld!
Gef mjer aftur eldmóð þann,
er ungum mjer í brjósti svall,
. 5' framtíð mina’ er heyrði’ eg hrópa,
hvellur rómu lúður gali.
— Þegar undir allar rendur
áfjáð von um framtíð gól,
eins og fyrst er ungur sveinninn
yfirgefur föður-ból, —
Og á næturþeli þrammar
þjóðveg dimman, — sjer á ferð
yfir London hátt við himin
hverfan bjarma’ af Ijósa mergð.
rp Fljótar miklu’ en fætur toga
flýgur með hann löngun hans
undir bjarmans ægi-ljóma,
inn í þröng af fjölda manns:
9. Manna, bræðra minna, starfsins
manna,’ er jafnan erja’ og sá:
Unnið verk er aðeins trygging
uppskerunnar sem þeir fá.
loo. Því jeg rýndi’ i framtið fjarri,
fór svo langt sem hugur bar,
sá þau kynja kraftaverk,
er kynslóð nýrri birtast þar:
Sá í lofli fríða flota, —
farmi dýrum hlaðna skeið
I, ofan svífa’ úr aftanroða
undrum knúða, heim á leið.