Eimreiðin - 01.01.1918, Side 31
Einxreiðin]
NÝJA SAMBANDSLAGAFRUMVARPIÐ
31
aflað á sama hátt hér á landi sem í Danmörku og að
honum fylgi sömu forréttindi hér sem þar, en þar í landi
er hann skilyrði fyrir nautn fleiri réttinda en hér, þar
á meðal fyrir gengi til atvinnureksturs yfirleitt. J?vi mætti
spyrja: Er ætlast til, að vér afnemum öll íslensk laga-
ákvæði, sem að vísu gefa Islendingum í raun og veru
nokkur forréttindi umfram aðra en af því einu, að þeir
eru nær uppkomunni. Er. t. d. ætlast til, að vér nemum
úr gildi búsetuákvæði fossalaganna sem skilyrði fyrir eign-
arhaldi og notkunarrétti á hérlendum fossum? Er ætlast
til, að vér afnemum áskilnað um íslenskt háskólapróf sem
skilyrði fyrir gengi til þeirra embætta, sem háskóli vor
veitir undirbúningskenslu í? Svona mætti spyrja áfram.
Eg hefi verið spurður að þessu af athugulum mönnum og
hefi jafnvel heyrt lögprófaðan mann halda þvi fram, að
það bæri að gjöra. Eg tel það hins vegar sjálfgefið, að
hvorki þurfi né megi hrófla við neinum þessum ákvæðum,
heldur eigi að fjölga slíkum.
3. málsgr. 6. gr. fer sennilega skör lengra um landhelgi-
veiðirétt Dana en frumvarpið frá 1908. Ákvæði þess frum-
varps (3. málsgr. 5. gr.) mundi hafa átt að skilja svo,
sem veiðiréttur Dana félli niður, er landhelgigæslu þeirra
lyki (fyrir uppsögn). Eftir nýja frumvarpinu fellur veiði-
réttur þeirra og niður, verði honum eða gæslu Dana sagt
upp, en hann helst, þó að landhelgigæslu þeirra ljúki af
því að vér tökum hana að öllu leyti i vorar hendur. Enn
má geta þess, að dönskum ríkisborgurum er í nýja frum-
varpinu tvímælalaust áskilinn veiðiréttur i landhelgi hér,
hvar á hnettinum sem þeir eiga heima, en það var eigi
gert í eldra frumvarpinu. Annars mundi hafa verið óþarft
að hafa nokkur sérstök ákvæði um landhelgiveiðar Dana
og um dönsk skip, eigi engin sérréttindi, umfram þau,
sem leiða af 1. málsgr. 6. gr., í þeim sérákvæðum (3. og
4. málsgr. 6. gr.) að liggja.
Út af 5. málsgr. greinarinnar athugast, að nú tollum
vér danskar sem aðrar útlendar vörur eftir vild, en Danir
hafa eigi tollað vorar vörur. Eftir nýja frumvarpinu geta