Eimreiðin - 01.01.1918, Side 65
Éimreiðin] hfeLJARTÖK MIÐALDAVELDANNA
65
sem sagan þekkir, Benedikt IX. kallaði hann sig. Hann
var 10 ára gamall, en þó að aldurinn væri ekki hærri,
var hann samt útlifaður. Loks var hann rekinn burt úr
Róm fyrir rán og gripdeildir og annar páfi valinn. En
Benedikt seldi páfadæmið Jóni Gratianusi og hann tók
scr nafnið Gregoríus VI. Voru þá þrír páfar yfir kristn-
inni. Gregoríus var alvörumaður og einlægur. Sagan segir
að hann hafi verið heimskur mjög. En í hans fylgd heyr-
um við fyrst nefndan Hildibrand, sem þá var hér um bil
25 ára að aldri.
Um uppruna Hildibrands vitum við fátt með vissu, þó að
kaþólska kirkjan hafi vafið uppvöxt hans í ósköpum af
helgisögum. Hann er fæddur í smábæ i Toskana (nálægt
1020) en alinn upp i klaustri við Róm. þar drakk hann í sig
hæstu hugmyndir um helgi kirkjunnar og páfadæmisins.
pegar ástandið í Róm var orðið óþolandi, voru gerðir
menn á fund Hinriks III. og hann skundaði suðuryfir Alpa-
fjöll, hélt kirkjuþing og rak alla þrjá páfana úr embætti,
eftir nákvæma yfirheyrslu, og setti heiðarlegan þýskan
páfa í staðinn. Gregoríus VI. fór í útlegð til pýskalands
og Hildibrandur með honum.
þeir urðu ekki gamlir í embættinu páfarnir næstu.
Einn rikti tæpt ár, annar 23 daga. þá valdi Hinrik III.
Bruno biskup af Toul til stólsins. Hildibrandur var staddur
i þann tíð við hirð Hinriks, og páfacfnið skoraði á hann til
fylgdar til Róms. En Hildibrandur svaraði: „Nei, það
get eg ekki. J?ú ert kosinn gegn kanónískum rétti af
keisaranum. ]?ú hrifsar með ólögum vald rómversku
kirkjunnar.“ Eini kosturínn, sem enginn maður hefir
reynt að skreyta Hildibrand með, er sérleg auðmýkt, og
orð þessi eru eins og forsmekkur orðbragðsins, sem Hildi-
brandur siðar hafði við konunga og keisara. Brúnó lét
sér segjast. Hann gekk til Rómaborgar og lét þar velja sig
til páfa. pýðingarlaus leikur gat það að vísu sýnst. En
svo var þó ekki. J?að var lítilsvirðing á valdi keisarans, að
taka ekki hans kosningu til greina. pað leyndi sér ekki
að Hildibrandur var kominn til sögunnar.
5