Eimreiðin


Eimreiðin - 01.01.1918, Síða 89

Eimreiðin - 01.01.1918, Síða 89
Eimreiðin] í LÍFI OG DAUÐA 89 lega og sakleysislega, til þess að reyna að gera hinum gramt i geði. En fanturinn Jón var í besta skapi, gerði ekki annað en hlæja að hrotunum í honum og hikstaði þess í millum. Sigmundi var afskaplega gramt í geði, fanst hann vera vinum sneyddur og einmana. það sem eftir var nætur var hann að yrkja munklökk og raunaleg ljóð. Næsta dag héldu þeir heimleiðis, steinþegjandi og án þess einu sinni að líta hvor til annars. Fyrstu vikuna þar á eftir véku þeir úr vegi hvor fyrir öðrum, og yrtu aldrei hvor á annan. Næstu vikuna viku þeir ekki úr leið, er þeir mættust að bæjarbaki, en ekki töluðu þeir eitt orð saman. priðju vikuna fóru þeir smátt og smátt að kveða upp úr með „góðan daginn“ og „gott er veðrið“ og „hm“, þegar fundum bar saman. Og mánuði eftir að þeim hafði verið birtur dómurinn, voru þeir orðnir allra bestu vinir aftur, og góðlátlegt blótið i þeim og kátínan enduróm- aði um allan bæinn. Bilurinn var rokinn hjá i það skiftið. Sumarið er árstíð gleðinnar og eindrægninnar. Menn geta ekki fengið af sér að vera önugir í glóandi sólskini, einkum þegar nóg er að starfa. Fyrri hluti vetrar er líka sæmilega fallinn til þess að láta liggja vel á sér. En úr því fer það að verða hæpið. þegar skammdegið hafði þurkað síðustu menjar sumarsins burt úr hugskoti Jóns, mundi hann alt í einu eftir því, að i fyrravor liefði hann tapað máli. pað var nú þessi engjablettur, já. Ekki nokkur efi, að hann ætti hann. Sigmundur skyldi ekki að ósekju hafa rænt hann túnblettinum. Einn daginn gat hann ekki stilt sig lengur, og með því að gott færi gafst, fór hann að verja umræddan engjablett. Honum varð alt í einu svo sárt um þenna engjablett. Ekki mættu hestarnir vaða þangað og bíta, hann ætlaði sér að heyja þar að sumr- inu. ]?að gaf hann Sigmundi til kynna með mesta sak- leysis- og friðsemdarsvip, — það var svo sem ekki hann, sem var að vekja deilur. Sigmundur varð hvumsa við, og hélt því fram af mestu stillingu, að engjabletturinn heyrði til s í n u m jarðarparti. pá brosti Jón og hristi höfuðið. Nei, nú hlyti hann algerlega að misminna og
Síða 1
Síða 2
Síða 3
Síða 4
Síða 5
Síða 6
Síða 7
Síða 8
Síða 9
Síða 10
Síða 11
Síða 12
Síða 13
Síða 14
Síða 15
Síða 16
Síða 17
Síða 18
Síða 19
Síða 20
Síða 21
Síða 22
Síða 23
Síða 24
Síða 25
Síða 26
Síða 27
Síða 28
Síða 29
Síða 30
Síða 31
Síða 32
Síða 33
Síða 34
Síða 35
Síða 36
Síða 37
Síða 38
Síða 39
Síða 40
Síða 41
Síða 42
Síða 43
Síða 44
Síða 45
Síða 46
Síða 47
Síða 48
Síða 49
Síða 50
Síða 51
Síða 52
Síða 53
Síða 54
Síða 55
Síða 56
Síða 57
Síða 58
Síða 59
Síða 60
Síða 61
Síða 62
Síða 63
Síða 64
Síða 65
Síða 66
Síða 67
Síða 68
Síða 69
Síða 70
Síða 71
Síða 72
Síða 73
Síða 74
Síða 75
Síða 76
Síða 77
Síða 78
Síða 79
Síða 80
Síða 81
Síða 82
Síða 83
Síða 84
Síða 85
Síða 86
Síða 87
Síða 88
Síða 89
Síða 90
Síða 91
Síða 92
Síða 93
Síða 94
Síða 95
Síða 96
Síða 97
Síða 98
Síða 99
Síða 100
Síða 101
Síða 102
Síða 103
Síða 104
Síða 105
Síða 106
Síða 107
Síða 108
Síða 109
Síða 110
Síða 111
Síða 112
Síða 113
Síða 114
Síða 115
Síða 116
Síða 117
Síða 118
Síða 119
Síða 120
Síða 121
Síða 122
Síða 123
Síða 124
Síða 125
Síða 126
Síða 127
Síða 128

x

Eimreiðin

Beinleiðis leinki

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Eimreiðin
https://timarit.is/publication/229

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.