Eimreiðin - 01.01.1918, Síða 116
116
FRESKÓ
[Eimreiðin
ekki barnungur, en hann er heldur ekki roskinn, og hann er
alveg frábærlega fríður maöur sýnum og laöandi.
Eg er nú altaf tortrygginn í þessum efnum, og alt sem þér
aöhafist skellur á mér, forráSamanni ySar. Muniö þaS. YSar
tryggur vinur.... “
Greifinnan símar:
„SendiS manninn, borgiS honum eins og þér viljiö. Siö-
lætiö? Tabby er hér alt af.“
Hr. Hollys skrifar:
„Kæra Esmée!
Þegar þess er gætt, hve símskeyti geta oft veriS villandi,
þar sem öllum greinarmerkjum er slept, þá væri best aS nota
þau sem minst. Auk þess eru þau ákaflega dýr.
Þér horfiS nú ekki mikiö í kostnaSinn. Þér eruö auSug,
kæra frænka, en eg er fátæklingur. Eg er sárgramur yfir
því, aö þér skuluö vera aö geta um Tabby, ömmu yöar, hina
heiSarlegu konu, í þessu sambandi. Þar kemur fram hjá ySur
ljótur ósiSur, er eg hræddur um. Þér gangiö meö ýmsa ósiöi
og þá því miöur líklega ólæknandi. ÞaS er þungur kross, aS
vera forráöamaSur yöar, og aldrei get eg óhræddur til þess
hugsaS, aö mér skyldi faliS þaS virSulega en háskalega trún-
aöarstarf. En guöi sé lof aS þér eruS nú oröin fullveöja!
Svo aö eg víki nú aftur aS danssalnum ySar, þá hefi eg
valiö þennan málara — hann heitir Renzó — af tilviljun einni.
Eg sá einu sinni litla, afskekta fjallakirkju, sem hann haföi
skreytt meö myndum, eingöngu af ást til listarinnar. Kirkjan
er í fæöingarþorpi hans í Abrússó. En þessar „freskós" — sem
þér svo kalliö þær á þessu sull-máli, sem þér notiö — eru
aödáanleg listaverk. Eg gæti skrifaö yöur tuttugu arkir um
þær, ef þér heföuS nokkurt vit á list. En eins og ySur er
háttaö, væri þaö ekki nema til þess, aS eySa (íma og bleki.
Eg segi aS eins, aö þær eru úr sögu heilags Júlíans Ospitadors
og líkjast Botticelli aS litaskrúSi og Michel Angelo aS þrótti.
Þér sjáiö aö eg er óhræddur aö hæla þeim. Þegar mér getst
vel aS einhverju vil eg ekki vera nýskur á lýsingaroröin. En
þaö er ekki oft, eins og þér þekkiö.
Síöan hefi eg komiö í vinnustofu Renzós í Via Maquatta,
og séö þar hjá honum myndir, er bera vott um frábært imynd-
unarafl og smekkvísi. Og þegar svo þar viö bætist, aS hugur