Eimreiðin


Eimreiðin - 01.01.1918, Side 119

Eimreiðin - 01.01.1918, Side 119
Eimreiðin] RITSJÁ 119 og síðari hluta hennar. ÞaÖ er næstum eins og skáldiö vakni af draurni, þegar hann er búinn að skrifa liðugar 140 bls., og úr því er ágætur sögustíll á bókinni. Fyrri parturinn þreytir lesandann dálítið af þvi, að þar er ofmikið af frásögn, en þarna færist lífið í alt. Fólkið fer að tala sjálft og hreyfa sig. Líklega er þetta af því, að í fyrri parti bókarinnar er höfundurinn ekki fyllilega búinn að koma fyrir sig því, sem er aðalefni bókarinnar, rimman milli Jóns á Vatnsenda og síra Einars. Það verður eins og undirbúningur, nokkuð umstangsmikill. En þegar svo alt er útbúið, þá er eins og skáldið kasti af sér fjötrunum og gefi sig allan efninu á vald. Smíðalýti tel eg það, hve höfundurinn greinir mikið af efni úr löng- um ræðum. Það verður eitthvert þreytandi fundarbókarbragð að slíku, og á ekki við. Má með ýmsu öðru láta skoðanirnar koma í ljós, svo að minni þreyta verði að. Þá finst mér alveg ófær landafræðikaflinn á bls. 118 og þar á eftir. Það nennir enginn að lesa, og þó að einhver nenni því, er ekki einn af hundraði neinu nær. Skáldið verður sjálft að hugsa sér landslagið nákvæmlega og sjá það í huga sér, en fyrir alla muni ekki fara að neyða lesendurna til þess að pæla gegn um það, nema að því leyti, sem það kemur ósjálfrátt. Þetta segi eg að eins til athugunar. Aðalpersóna sögunnar er sá, sem hún dregur nafn sitt af, Jón bóndi á Vatnsenda. Hefir höfundur lagt mikla stund á að gera hann skýran, og tekist það mæta vel. Hann er frjálshuga og djarfur og drengur hinn besti, en ekki verulega djúpvitur, og því ekki umburðarlyndur. Það er dálítið rosalegt >ið hann. Hann er stórgeðja og ósveigjanlegur. Sira Einar er önnur höfuðpersónan og kemur líka skýrt fram. Þó er eg ekki viss um, að hann hafi orðið alveg sá sami og höf. hefir ætlast til. Einkum framan af sögunni finst mér einhver litilmennis-keimur af honum, og raunar alla bókina út. Hann hefir ekki lag á börnunum og ekki á sóknarfólkinu. Hann lætur Jón ráðsmann gabba sig. Og það er ekki laust við að það sé dálitið uppgerðarlegt við alla vandlætinga- semi hans. Hann setur sér það fyrir, að laga þetta og hitt, en það er enginn heilagur eldur, sem brennur i sálu hans og knýr hann. Hann hefði aldrei getað sagt með sanni: „Hér stend eg. Eg get ekki annað.“ Hafi höf. ætlast til þess að hann yrði þannig, þá hefir honum tekist vel. En eg hefi eitthvert hugboð um, að hann hafi átt að verða annað, en orðið þannig af því, að skáldið er hér með hann í andstöðu við eftirlætisgoð sitt, Jón á Vatnsenda. Það sýnir heilbrigða skoðun höf. á mannlífinu, að hann lætur þá, sem lenda í deilunum, báða vera ágæta menn. Það eru lífsskoðanirnar, sem lýstur saman, en ekki mennirnir. Þeir eru alt af vinir. En það dregur dálítið úr þessu, að annar er ekki sinni lífsskoðun trúr, þ. e. sira Einar. Hann fylgir henni helst eingöngu af skyldurækni (sbr. það,
Side 1
Side 2
Side 3
Side 4
Side 5
Side 6
Side 7
Side 8
Side 9
Side 10
Side 11
Side 12
Side 13
Side 14
Side 15
Side 16
Side 17
Side 18
Side 19
Side 20
Side 21
Side 22
Side 23
Side 24
Side 25
Side 26
Side 27
Side 28
Side 29
Side 30
Side 31
Side 32
Side 33
Side 34
Side 35
Side 36
Side 37
Side 38
Side 39
Side 40
Side 41
Side 42
Side 43
Side 44
Side 45
Side 46
Side 47
Side 48
Side 49
Side 50
Side 51
Side 52
Side 53
Side 54
Side 55
Side 56
Side 57
Side 58
Side 59
Side 60
Side 61
Side 62
Side 63
Side 64
Side 65
Side 66
Side 67
Side 68
Side 69
Side 70
Side 71
Side 72
Side 73
Side 74
Side 75
Side 76
Side 77
Side 78
Side 79
Side 80
Side 81
Side 82
Side 83
Side 84
Side 85
Side 86
Side 87
Side 88
Side 89
Side 90
Side 91
Side 92
Side 93
Side 94
Side 95
Side 96
Side 97
Side 98
Side 99
Side 100
Side 101
Side 102
Side 103
Side 104
Side 105
Side 106
Side 107
Side 108
Side 109
Side 110
Side 111
Side 112
Side 113
Side 114
Side 115
Side 116
Side 117
Side 118
Side 119
Side 120
Side 121
Side 122
Side 123
Side 124
Side 125
Side 126
Side 127
Side 128

x

Eimreiðin

Direkte link

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Eimreiðin
https://timarit.is/publication/229

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.