Eimreiðin


Eimreiðin - 01.01.1918, Síða 125

Eimreiðin - 01.01.1918, Síða 125
Eimreiðin] RITSJA 125 sagt. Og þó er fjarri því, að það sé nokkur skrá yfir nöfn og ártöl. En það er ritað af þeim manni, sem er snillingur að segja mikið í fám orðum, og jafnvel þessar þröngu skorður hafa ekki getað kæft niður málsnild höfundarins og eldmóð stílsins. Auðvitað þarf ekki að geta þess, að fádæma fljótt er yfir sögu farið, og enginn, sem nokkuð hefir lært í sögu landsins getur búist við, að finna þar neitt, sem hann ekki vissi áður. En þó fanst mér eg græða á lestrinum. Hér má sjá hvernig rita á stutt ágrip. Og einkum í síðasta hluta kversins er mjög gaman að sjá, hvernig danskur maður, sem ann íslandi, lítur á þá viðburði. Þeir eru nokkuð nærri okkur enn, og dálítið af dýrkunarkeim slæðist eðlilega inn í frásögnina hjá íslendingum, sem um það rita af áhuga. En hér er maður, sem horfir á viðburðina úr nokkuru meiri fjarlægð og hefir samúðina með hinum málsaðiljanum líka. Til dæmis um það, að hr. Aage Meyer Benedictsen er þó eigi að draga neina fjöður yfir athafnir Dana hér, þær er miður vorti, má nefna frá- sögn hans um einokunarverslunina. Og þar segir hann orð, sem eru hvorttveggja í senn, pantur þess, að hann er óhræddur að snerta þá taug, sem einmitt nú hlýtur að vera Dönum sérstaklega viðkvæmt mál gagnvart íslendingum, og um leið dæmi upp á það, hve átakanlega mælskumaðurinn getur gert það skýrt, sem hann vill láta heyrast. Hann er búinn að lýsa þvi, hve sárt og svívirðilega dönsku einokunarkaup- mennirnir léku landsmenn, og svo segir hann: „Hér, i þessum verslunar- stöðum, kyntust íslendingar danska fánanum. Hann var í augum þeirra tákn erlendrar drotnunar og verslunareinokunar. Ekkert sameiginlegt við dönsku þjóðina, hvorki höpp né óhöpp, gat gert þeim hann hjart- fólginn. Það var ekkert annað en vaninn og nokkrar persónulegar endur- minningar, sem gerðu hann að nokkurs konar kunningja kynslóð fram af kynslóð." Hvað skyldu það vera margir á íslandi, sem þyrðu að tala svona hreinskilnislega í garð Dana í jafn viðkvæmu máli? Sérstaklega vil eg þó leiða athygli að niðurlagi bókarinnar, því að þar kemur fram einstök samúð, djúpur skilningur á stjórnmála-hegðun Islendinga og frábær málsnild. Kverið er ágætt og sannur skóli í því, hvernig rita á stutt um mikið efni, svo vel fari. M. J. SKÝRSLA UM BÆNDASKÓLANN A HÓLUM I HJALTADAL. Skýrsla þessi er um 4 síðastliðin skólaár, 1914—1918. Hafa á þeim tima 75 nemendur verið á skólanum. Hefi eg aðgætt hvaðan þeir eru af landinu, og skiftast þannig eftir sýslum: Skagafjarðarsýslu 16, Eyja- fjarðars. 14, Suður-Þingeyjars. 12, Húnavatnss. 10, Norður-Múlas. 7, Árness. 4, Strandas. 3, Dalas. 3, Norður-ísafjarðars. 1, Vestur-Skafta- íellss. 1, Gullbr.s. 1, Norður-Þingeyjars. 1, Mýras. 1, Rangárvallas, 1, Mætti þetta vera skýr sönnun þess, hve langmest slikir skólar eru sóttir
Síða 1
Síða 2
Síða 3
Síða 4
Síða 5
Síða 6
Síða 7
Síða 8
Síða 9
Síða 10
Síða 11
Síða 12
Síða 13
Síða 14
Síða 15
Síða 16
Síða 17
Síða 18
Síða 19
Síða 20
Síða 21
Síða 22
Síða 23
Síða 24
Síða 25
Síða 26
Síða 27
Síða 28
Síða 29
Síða 30
Síða 31
Síða 32
Síða 33
Síða 34
Síða 35
Síða 36
Síða 37
Síða 38
Síða 39
Síða 40
Síða 41
Síða 42
Síða 43
Síða 44
Síða 45
Síða 46
Síða 47
Síða 48
Síða 49
Síða 50
Síða 51
Síða 52
Síða 53
Síða 54
Síða 55
Síða 56
Síða 57
Síða 58
Síða 59
Síða 60
Síða 61
Síða 62
Síða 63
Síða 64
Síða 65
Síða 66
Síða 67
Síða 68
Síða 69
Síða 70
Síða 71
Síða 72
Síða 73
Síða 74
Síða 75
Síða 76
Síða 77
Síða 78
Síða 79
Síða 80
Síða 81
Síða 82
Síða 83
Síða 84
Síða 85
Síða 86
Síða 87
Síða 88
Síða 89
Síða 90
Síða 91
Síða 92
Síða 93
Síða 94
Síða 95
Síða 96
Síða 97
Síða 98
Síða 99
Síða 100
Síða 101
Síða 102
Síða 103
Síða 104
Síða 105
Síða 106
Síða 107
Síða 108
Síða 109
Síða 110
Síða 111
Síða 112
Síða 113
Síða 114
Síða 115
Síða 116
Síða 117
Síða 118
Síða 119
Síða 120
Síða 121
Síða 122
Síða 123
Síða 124
Síða 125
Síða 126
Síða 127
Síða 128

x

Eimreiðin

Beinleiðis leinki

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Eimreiðin
https://timarit.is/publication/229

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.