Eimreiðin - 01.01.1918, Blaðsíða 128
m
[Eimreiðin
Til kaupenda Eimreiðarinnar.
Með því aö ýmsir þeir öröugleikar, sem heimsstríöið mikla
hefir skapað, ekki síst hið afartakmarkaða póstsamband við
Island, hafa gert mér ókleift að halda útgáfu E i m r e i ð a r-
i n n a r áfram hér í Kaupmannahöfn, tilkynnist hér með, að
eg nú hefi selt útgáfuréttinn að henni ásamt öllum útistand-
andi skuldum og óseldum leifum af eldri árgöngum herra
bóksala Ársæli Árnasyni í Reykjavík og kemur hún
því framvegis út á hans kostnað.
Um leið og eg hér með tjái þeim mörgu mætu mönnum,
rithöfundum, útsölumönnum og kaupendum, sem hingað til
hafa stutt E i m r e i ð i n a, mínar bestu þakkir fyrir alla þá
velvild, sem þeir hafa auðsýnt henni undir stjórn minni, leyfi
eg mér að mælast til, að þeir vildu framvegis láta hana verða
hinnar sömu góðvildar aðnjótandi, þótt hún hafi nú skift um
eiganda og ritstjórn. Eg get fullvissað um, að hinn nýi, ungi
og efnilegi eigandi mun gera sér alt far um að gera hana
svo vel úr garði, sem framast eru tök á, og sjálfur mun eg
eftir föngum reyna að sýna lit á, að eg haldi fornri trygð við
hana með penna mínum.
Kaupmannahöfn, 3. ágúst 1918.
Valtýr Guðmundsson.
Ávarp þetta til kaupenda Eimreiðarinnar frá fyrri
eiganda hennar og ritstjóra, dr. Valtý Guðmundssyni, barst
mér ekki í hendur fyr en búið var að prenta allmikið af þessu
hefti, og varð þvi að setja það hér aftast, þótt eg hefði heldur
kjörið því annan stað. Þrátt fyrir góðfúsa hjálpsemi hans,
sem eg leyfi mér hér með að þakka honum fyrir, var ekki
auðið að ná í samskonar pappír og verið hefir í ritinu áður,
og heldur en að leggja árar í bát, kaus eg að breyta form-
inu nokkuð, sem um leið markar skýrar tímamótin í æfi Eim-
reiðarinnar. Pappírsstærð sú, er nú hefir verið gripið til, er
algengari hér og því auðveldara að halda henni framvegis.
Reykjavík, 30. ágúst 1918.
Ársœll Árnason.