Réttur


Réttur - 01.01.1961, Side 27

Réttur - 01.01.1961, Side 27
BÉTTUE 27 „draga uppi og fara fram úr þróuðustu ríkjum kapítalismans,“ heldur það erfiða og þungbæra strit, að reisa úr rústum það land, sem nazistar hrósuðu sér af að hafa „kippt aldarfjórðung aftur á bak“ í iðnaðar- og menningarþróun. Þar að auki stóð Ameríka feit og pattaraleg yfir rústum stráðum heimi og skók atómsprengj- ur sínar, — sú Ameríka, sem eftir dauða Roosevelts sífærðist til hægri og beit nú í skjaldarrendur undir svörtum fána and- kommúnismans. Endurreisnin gekk hratt, þrátt fyrir allt. Árið 1950 var stál- framleiðslan komin upp í 27 millj. tonn, eða 49% meira en fyrir stríð, kolaframleiðslan upp í 261 millj. tonn (57% meira en fyrir stríð), framleiddir voru 91 milljarðar kílóvattstunda af rafmagni. Hinsvegar var ástandið langt frá því gott í léttaiðnaði, og sérstak- lega alvarlegt í landbúnaði. Kornframleiðslan var enn minni en fyrir stríð, í landinu voru færri kýr og svín en 1941. Þessi mikli mismunur á þróunarhraða þungaiðnaðarins ann- arsvegar og landbúnaðar og léttaiðnaðar hinsvegar stafar af ýms- um ástæðum. í fyrsta lagi hefur það alltaf verið meginregla í sósíalistískum áætlunarbúskap, að framleiðsla framleiðslutækja vaxi hraðar en framleiðsla neyzluvarnings, til þess að landbúnaði og léttaiðnaði verði þannig sem fyrst skapaður tæknigrundvöllur, óhjákvæmilegur til að þessar greinar framleiðslunnar geti full- nægt öllum þörfum fólksins. í öðru lagi hefur hin mikla áherzla, sem lögð var á þungaiðnaðinn á þessum árum að verulegu leyti átt rætur sínar að rekja til þeirrar hættu, sem kalda stríðið og þá- verandi yfirburðir Bandaríkjanna í hertækni höfðu í för með sér; það varð að gera höfuðvígi sósíalismans nógu sterkt til að mæta hverri raun. En það verður líka að geta þess, að þótt fjár- framlög til léttaiðnaðarins og landbúnaðar hafi „vitandi vits“ (orð Khrúsjofs) verið spöruð, þá var ástandið, sérstaklega í landbúnaði, sýnu verra en það hefði þurft að vera. Möguleikarnir voru ekki notaðir til fulls, öðru nær. Það voru margir gallar á landbúnaðar- pólitík Stalíns og komu þeir fyrst og fremst fram í því, að kvaðir á samyrkjubúum voru svo miklar, verð ríkisins til framleiðenda svo lágt, að bændur sáu sér bókstaflega ekki hag í því, að vinna á hinum sameiginlegu ökrum, heldur sneru sér fyrst og fremst að þeim landsskika og gripum, sem þeir höfðu sjálfir, — en þær afurðir gátu þeir selt á frjálsum markaði. Þar að auki voru allar verulegar ákvarðanir í landbúnaðarmálum teknar í stofnunum sem einatt voru langt frá viðkomandi héruðum, og framtak sjálfra búanna þarafleiðandi mjög bundið. Einnig ber að geta þess, að af 350 þúsund sérmenntuðum mönnum í landbúnaði, sem landið
Side 1
Side 2
Side 3
Side 4
Side 5
Side 6
Side 7
Side 8
Side 9
Side 10
Side 11
Side 12
Side 13
Side 14
Side 15
Side 16
Side 17
Side 18
Side 19
Side 20
Side 21
Side 22
Side 23
Side 24
Side 25
Side 26
Side 27
Side 28
Side 29
Side 30
Side 31
Side 32
Side 33
Side 34
Side 35
Side 36
Side 37
Side 38
Side 39
Side 40
Side 41
Side 42
Side 43
Side 44
Side 45
Side 46
Side 47
Side 48
Side 49
Side 50
Side 51
Side 52
Side 53
Side 54
Side 55
Side 56
Side 57
Side 58
Side 59
Side 60
Side 61
Side 62
Side 63
Side 64
Side 65
Side 66
Side 67
Side 68
Side 69
Side 70
Side 71
Side 72
Side 73
Side 74
Side 75
Side 76
Side 77
Side 78
Side 79
Side 80
Side 81
Side 82
Side 83
Side 84
Side 85
Side 86
Side 87
Side 88
Side 89
Side 90
Side 91
Side 92
Side 93
Side 94
Side 95
Side 96
Side 97
Side 98
Side 99
Side 100
Side 101
Side 102
Side 103
Side 104
Side 105
Side 106
Side 107
Side 108
Side 109
Side 110
Side 111
Side 112
Side 113
Side 114
Side 115
Side 116
Side 117
Side 118
Side 119
Side 120
Side 121
Side 122
Side 123
Side 124
Side 125
Side 126
Side 127
Side 128
Side 129
Side 130
Side 131
Side 132
Side 133
Side 134
Side 135
Side 136
Side 137
Side 138
Side 139
Side 140
Side 141
Side 142
Side 143
Side 144
Side 145
Side 146
Side 147
Side 148
Side 149
Side 150
Side 151
Side 152
Side 153
Side 154
Side 155
Side 156
Side 157
Side 158
Side 159
Side 160

x

Réttur

Direkte link

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Réttur
https://timarit.is/publication/319

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.