Réttur


Réttur - 01.01.1961, Síða 58

Réttur - 01.01.1961, Síða 58
58 R É T T TJ R meira en hundrað milljón manns, sem enn búa við nýlendu- þrælkun, sviptar öllum mannréttindum. Skjalasöfn Sameinuðu þjóðanna hafa að geyma meira en nóg af skýrslum um þessi efni frá ýmsum nefndum samtakanna, svo og áskorunum og um- kvörtunum, er lýsa nógsamlega högum íbúanna í löndum og landsvæðum, þar sem nýlendustjórnarfar á sér stað, undir hvaða nafni sem hún kann annars að ganga. Skjöl þessi eru allsberjar ákæra á hina hneykslanlegu nýlenduvaldsstjórn. Það, sem fram fer í þessum löndum og landsvæðum, vekur réttmæta reiði og djúpa gremju allra heiðarlegra manna, hvar sem eru í heim- inum. En þeir tímar eru hjá liðnir, að erlendir kúgarar geti farið sínu fram í næði, jafnvel í þeim nýlendum, sem enn eiga sér stað. Þó að stjórnarfarið í nýlendunum sé hið sama sem fyrrum, eru þjóðirnar þar orðnar nýjar. Þeim eykst meðvitund um raunveruleik aðstæðna sinna og neita að halda áfram að beygja sig undir nýlendukúgunarokið- Og þegar þjóðirnar rísa upp til baráttu fyrir frelsi sínu, mun enginn kraftur á jarð- ríki megna að stöðva sóknarmátt þeirra. Menn geri sér grein fyrir því, sem á sér stað í nýlendunum um þessar mundir! í Afríku ólgar og sýður eins og í eldgíg. f nærri sex ár hefur þjóðin í Alsír háð fórnfreka hctjubaráttu fyrir þjóðfrelsi sínu. Þjóðirnar í Kenýu, Tanganjíku, Úganda, Rúanda-Úrúndí, Angóla, Mósambík, Norður-Ródesíu, Suður- Ródesíu, Síerra Leóne, Suðvestur-Afríku og Zanzibar, svo og í Vestur-Irían, Púerto Rico og mörgum öðrum nýlendum herða nú æ meir baráttuna fyrir rétti sínum. Það ætti að vera öllum ljóst, að enginn og ekkert mun megna að stöðva þessa frelsisbaráttu þjóðanna, því að þetta er ein af hinum miklu hreyfingum söguþróunarinnar, sem gerast með ómótstæðilegu og sívaxandi afli. Það má takast að framlengja um fáein ár völd einnar þjóðar yfir annarri, en eins og aðals- veldið varð að þoka fyrir hinu borgaralega þjóðfélagi og auðvald- ið á vorum dögum fyrir sósíalisma, þannig mun og nýlenduskipu- lagið líða undir lok og hinar undirokuðu þjóðir öðlast frelsi. Slík eru þau lögmál, er stjórna mannkynsþróuninni, og glæframenn einir geta ímyndað sér, að valkestir og milljónir líflátinna geti girt fyrir komu þeirrar glæsilegu framtíðar, sem í v^endum er. Það verður að gera enda á nýlendukúguninni, vegna þess að hún leiðir af sér neyð og þjáningar, eigi aðeins fyrir hinar kúguðu þjóðir, heldur og sjálfar yfirráðaþjóðirnar. Hver vill halda því fram, að franskar mæður, sem missa syni sína á vígvölluum í Alsír, þjáist miður en alsírskar mæður, er grafa verða syni sína í jörð heimalandsins?
Síða 1
Síða 2
Síða 3
Síða 4
Síða 5
Síða 6
Síða 7
Síða 8
Síða 9
Síða 10
Síða 11
Síða 12
Síða 13
Síða 14
Síða 15
Síða 16
Síða 17
Síða 18
Síða 19
Síða 20
Síða 21
Síða 22
Síða 23
Síða 24
Síða 25
Síða 26
Síða 27
Síða 28
Síða 29
Síða 30
Síða 31
Síða 32
Síða 33
Síða 34
Síða 35
Síða 36
Síða 37
Síða 38
Síða 39
Síða 40
Síða 41
Síða 42
Síða 43
Síða 44
Síða 45
Síða 46
Síða 47
Síða 48
Síða 49
Síða 50
Síða 51
Síða 52
Síða 53
Síða 54
Síða 55
Síða 56
Síða 57
Síða 58
Síða 59
Síða 60
Síða 61
Síða 62
Síða 63
Síða 64
Síða 65
Síða 66
Síða 67
Síða 68
Síða 69
Síða 70
Síða 71
Síða 72
Síða 73
Síða 74
Síða 75
Síða 76
Síða 77
Síða 78
Síða 79
Síða 80
Síða 81
Síða 82
Síða 83
Síða 84
Síða 85
Síða 86
Síða 87
Síða 88
Síða 89
Síða 90
Síða 91
Síða 92
Síða 93
Síða 94
Síða 95
Síða 96
Síða 97
Síða 98
Síða 99
Síða 100
Síða 101
Síða 102
Síða 103
Síða 104
Síða 105
Síða 106
Síða 107
Síða 108
Síða 109
Síða 110
Síða 111
Síða 112
Síða 113
Síða 114
Síða 115
Síða 116
Síða 117
Síða 118
Síða 119
Síða 120
Síða 121
Síða 122
Síða 123
Síða 124
Síða 125
Síða 126
Síða 127
Síða 128
Síða 129
Síða 130
Síða 131
Síða 132
Síða 133
Síða 134
Síða 135
Síða 136
Síða 137
Síða 138
Síða 139
Síða 140
Síða 141
Síða 142
Síða 143
Síða 144
Síða 145
Síða 146
Síða 147
Síða 148
Síða 149
Síða 150
Síða 151
Síða 152
Síða 153
Síða 154
Síða 155
Síða 156
Síða 157
Síða 158
Síða 159
Síða 160

x

Réttur

Beinleiðis leinki

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Réttur
https://timarit.is/publication/319

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.