Réttur - 01.01.1961, Qupperneq 58
58
R É T T TJ R
meira en hundrað milljón manns, sem enn búa við nýlendu-
þrælkun, sviptar öllum mannréttindum. Skjalasöfn Sameinuðu
þjóðanna hafa að geyma meira en nóg af skýrslum um þessi
efni frá ýmsum nefndum samtakanna, svo og áskorunum og um-
kvörtunum, er lýsa nógsamlega högum íbúanna í löndum og
landsvæðum, þar sem nýlendustjórnarfar á sér stað, undir hvaða
nafni sem hún kann annars að ganga. Skjöl þessi eru allsberjar
ákæra á hina hneykslanlegu nýlenduvaldsstjórn. Það, sem
fram fer í þessum löndum og landsvæðum, vekur réttmæta reiði
og djúpa gremju allra heiðarlegra manna, hvar sem eru í heim-
inum. En þeir tímar eru hjá liðnir, að erlendir kúgarar geti
farið sínu fram í næði, jafnvel í þeim nýlendum, sem enn eiga
sér stað. Þó að stjórnarfarið í nýlendunum sé hið sama sem
fyrrum, eru þjóðirnar þar orðnar nýjar. Þeim eykst meðvitund
um raunveruleik aðstæðna sinna og neita að halda áfram að
beygja sig undir nýlendukúgunarokið- Og þegar þjóðirnar rísa
upp til baráttu fyrir frelsi sínu, mun enginn kraftur á jarð-
ríki megna að stöðva sóknarmátt þeirra.
Menn geri sér grein fyrir því, sem á sér stað í nýlendunum
um þessar mundir! í Afríku ólgar og sýður eins og í eldgíg.
f nærri sex ár hefur þjóðin í Alsír háð fórnfreka hctjubaráttu
fyrir þjóðfrelsi sínu. Þjóðirnar í Kenýu, Tanganjíku, Úganda,
Rúanda-Úrúndí, Angóla, Mósambík, Norður-Ródesíu, Suður-
Ródesíu, Síerra Leóne, Suðvestur-Afríku og Zanzibar, svo og í
Vestur-Irían, Púerto Rico og mörgum öðrum nýlendum herða
nú æ meir baráttuna fyrir rétti sínum.
Það ætti að vera öllum ljóst, að enginn og ekkert mun megna
að stöðva þessa frelsisbaráttu þjóðanna, því að þetta er ein af
hinum miklu hreyfingum söguþróunarinnar, sem gerast með
ómótstæðilegu og sívaxandi afli. Það má takast að framlengja
um fáein ár völd einnar þjóðar yfir annarri, en eins og aðals-
veldið varð að þoka fyrir hinu borgaralega þjóðfélagi og auðvald-
ið á vorum dögum fyrir sósíalisma, þannig mun og nýlenduskipu-
lagið líða undir lok og hinar undirokuðu þjóðir öðlast frelsi. Slík
eru þau lögmál, er stjórna mannkynsþróuninni, og glæframenn
einir geta ímyndað sér, að valkestir og milljónir líflátinna geti
girt fyrir komu þeirrar glæsilegu framtíðar, sem í v^endum er.
Það verður að gera enda á nýlendukúguninni, vegna þess
að hún leiðir af sér neyð og þjáningar, eigi aðeins fyrir hinar
kúguðu þjóðir, heldur og sjálfar yfirráðaþjóðirnar. Hver vill
halda því fram, að franskar mæður, sem missa syni sína á
vígvölluum í Alsír, þjáist miður en alsírskar mæður, er grafa
verða syni sína í jörð heimalandsins?