Réttur - 01.01.1961, Blaðsíða 118
118
BÉITDH
■ Samfylking sósíölsku ríkjanna
tryggis úrslitasigur sósíalismans
Nú er svo komið, að endur-
reisn auðvaldsins er þjóðfé-
lagslega og hagfræðilega ó-
hugsandi, eigi aðeins í Ráð-
stjórnarríkjunum heldur einnig
í öðrum ríkjum sósíalismans.
Sameiginlegur máttur sósí-
ölsku ríkjafylkingarinnar er
hverju landi hennar örugg
vörn við ágangi af hálfu hins
heimsvaldasinnaða afturhalds.
Samfylking sósíölsku ríkjanna,
svo og sívaxandi eining henn-
ar og aukinn styrkur, tryggir
því úrslitasigur sósíalismans
innan heildarkerfis þessarar
ríkjafylkingar.
Fyrir hetjuleg átök verka-
lýðs og bændastéttar og geysi-
legt starf kommúnista- og
verkamannaflokkanna hafa á
undanförnum árum skapazt
sérstaklega hagstæð skilyrði
þess, að framleiðsluöflin megi
halda áfram hraðri þróun sinni,
tímasparnaður verða sem mest-
ur og sigur vinnast í hinni
friðsamlegu efnahagskeppni
sósíölsku ríkjanna við auðvald-
ið. Hinir marx-lenínsku stjórn-
málaflokkar, sem forystuhlut-
verk rækja í sósíölsku löndun-
um, telja sér skylt að hagnýta
þessi skilyrði á sem beztan og
viturlegastan hátt.
Flokkar kommúnista hafa
unnið margan sigur mikilvæg-
an og staðið af sér marga
harða hríð. Þetta hefur veitt
þeim mikla og margháttaða
reynslu, að því er varðar
stjórnina á framkvæmd sósíal-
ismans. Sósíölsku löndin og
sósíalska ríkjafylkingin í heild
eiga gengi sitt því að þakka,
að hin almennu grundvallar-
lögmál um framkvæmd sósíal-
ismans hafa verið hagnýtt á
réttan hatt, jafnframt því að
tekin hafa verið til greina
þróunarsérkenni hvers land-
anna um sig, svo og heildar-
hagsmunir hins sósíalska
heimskerfis. Þau eiga það að
þakka ósleitilegu starfi þjóð-
anna í þessum löndum, náinni
og bróðurlegri samvinnu þeirra
og samhjálp í anda sannrar al-
þjóðahyggju, en þó umfram
allt þeirri bróðurlegu aðstoð,
sem Ráðstjórnarríkin láta þeim
í té í anda þeirrar sömu al-
þjóðahyggju.
Reynslan af þróun sósíölsku
landanna staðfestir þau sann-
indi, að meginforsenda gengis
þeirra og góðs árangurs, þegar
um er að ræða skilyrði sam-
þjóðlegs eðlis, er hjálp sú og
liðsemd, er þau veita hvert
öðru, svo og hagnýting allra
kosta1 diningar óg samstöðu
innan sósíölsku ríkjafylkingar-
innar. Vonir heimsvaldasinna,
svikara við stefnu vora og end-
urskoðunarmanna um klofning
í fylkingu sósíölsku ríkjanna
eru grundvallaðar á sandi og
hljóta að hrynja í rústir. Allar
sósíölsku þjóðirnar gæta ein-