Sjómannablaðið Víkingur

Árgangur

Sjómannablaðið Víkingur - 01.12.1948, Síða 1

Sjómannablaðið Víkingur - 01.12.1948, Síða 1
S JÖMANIM ABLAÐIÐ UÍKIH6UR ÚTGEFANDI: FARMANNA- OG FISKIMANNASAMBAND ÍSLANDS X. árg. 11.-12. tbl. Reykjavík, nóv.—des. 1948 Jólaguðspjallið „En það bar til um þessar mundir, að boð kom frá Ágústus keisara, um að skfásetja skyldi alla heimsbyggðina. Þetta var fyrsta skrásetningin, er gjörð var, þá er Kýreníus var landstjóri á Sýrlandi. Og fóru þá allir til að láta skrásetja sig, hver til sinnar borgar. Fór þá einnig Jósef úr Galíleu frá borginni Nazaret upp til Júdeu, til borgar Davíðs, sem heitir Betlehem, því að hann var af húsi og kynþætti Davíðs, til að láta skrásetja sig, ásam t Maríu heitkonu sinni, sem þá var þunguð. En á með- an þau dvóldust þar kom að því, að hún skyldi verða léttari. Fæddi hún þá son sinn frumgetinn, vafði hann reifum og lagði hann í jötu, af því að það var eigi rúm fyrir þau í gistihúsinu. Og í þeirri byggð voru fjárhirðar úti i haga og gættu um nótt- ina hjarðar sinnar. Og engill drottins stóð hjá þeim og dýrð drottins Ijómaði í kring um þá, og urðu þeir mjög hræddir. Og engillinn sagði við þá: Verið óhræddir, þvi sjá, ég boða yður mikinn fögnuð, sem veitast mun öllum lýðnum; þvi að yður er í dag frelsari fæddur, sem er Kristur drottinn, í borg Davíðs. Og hafið þetta til marks: Þér munuð finna ungbarn reifað og liggjandi í jötu. Og í sömu svipan var með englinum fjöldi himneskra hersveita, sem lofuðu guð og sögðu: Dýrð sé guði i upphæðum,, og friður á jörðu með þeim mönmim, sem hann hefur velþóknun á.“ V I K I N G U R 293

x

Sjómannablaðið Víkingur

Beinleiðis leinki

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Sjómannablaðið Víkingur
https://timarit.is/publication/335

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.