Sjómannablaðið Víkingur

Volume

Sjómannablaðið Víkingur - 01.12.1948, Page 4

Sjómannablaðið Víkingur - 01.12.1948, Page 4
Júlíus Havsteen Úr fiskveiðisögu íslands Blaðið ,,lslendingur“, sem flutt hefur, ásamt sjómannablaðinu „Víkingur“, greinaflokk minn „Landhelgi Islands", lætur þessi kveðjuorð fylgja 5. grein: „Islendingur birt'ir hér síðustu grein Júlíusar Havsteens sýslumanns um land- helgismálið. Fer vel í því að minnast á land- helgina í sambandi við þriggja ára afmæli lýð- veldisins, því að meðan Islendingar ekki fá við- urkenndan rétt sinn til hinnar raunverulegu landhelgi sinnar, hafa þeir ekki endurheimt land sitt að fullu. Stækkun landhelginnar er því milc- ilvægur þáttur sjálf'stæðisbaráttu þjóáarinn- ar“. Þessa fallegu, kjarnorðu kveðju þakka ég, en hún verður einmitt ekki sízt til þess, að 5. grein- in verður ekki síðasta orð mitt um landhelgis- málið. Fyrst allir aðrir þegja tel ég mér bæði ljúft og skylt að hatda áfram umræðunum um þetta stórmerka mál, m. a. í þeirri von, að ein- hver mér rökfimari og rómsnjallari fái kallað þjóð og þing upp úr þeim doðadúr, sem um land- helgismálið virðist ríkja. Ég hefi í greinum mínum haldið því fram, að lágmarkskráfa okkar í landhelgismálinu, sem aldrei má hvika frá, sé þessi: Allir firSir íslands og flóar lokaðir útlend- ingum, en auk þess nái landhelgi lý'öveldisins U — fjórar — sjómílur út frá yztu annesjum, eyjum og hólmum um stórstraumsfjöru. Jafnframt beri að stefna að því hámarki að setja sér það, aö grunnsæviö kringum ísland sé viöurkennt landhelgi íslands. Fyrir því að framangreind lágmarkskrafa um stærð lanjdhelginnar sé sönn og rétt þykist ég í fyrri greinum mínum um landhelgismálið hafa bæði fært nægar lagaheimildir og sögu- legar sannanir. Nú vil ég reyna með þessari grein og næstu að sýna fram á það, hversu okkur er nauðsyn- leg rýmkun landhelginnar og verndun hennar, bæði vegna fjárhagsafkomu okkar í bráð og framtíðar, í lengd, sem sjálfstæð þjóð. Fiskiveiðar íslendinga að fornu. Vil ég þá'fyrst minnast lítið eitt á fiskiveiðar okkar Islendinga að fornú. Því hefur verið hald- ið fram, að forfeður vorir, sem landið námu, hafi aðallega verið bændur og aðalatvinnuvegur þeirra og niðja þeirra hafi fram undir síðustu tvo mannsaldra verið landbúnaður. Þessa túlk- un sögunnar tel ég engan veginn rétta. Það þarf ekki að blaða lengi í Landnámu, svo ekki verði séð, að landnámsmenn hafa þegar, er þeir námu land, haft fiskveiðar að atvinnu og beinlínis sókst eftir að setjast niður þar sem sækja mátti útróðra og þar sem mikið var fiskifang eða „fjörðurinn fullur af veiðiskap“. Einhver merkasti formaðurinn að fornu var Þuríöur sundafyllir, er kom til Islands frá Há- logalandi. Setti hún „Kvíamiö“ á ísafjarðar- djúpi og tók fyrir á eina kollótta af bónda hverj- um um ísafjörð. Þegar Ketill flatnefr réðist um við syni sína, Björn og Helga, hvert halda skyldi undan reiði Haraldar konungs hárfagra, lögðu þeir báðir til, að leita til Islands. Sögðu þar vera hvalreka mikinn og laxveiðar, „en fiskastöð öllum miss- irum“. Um Þorgeir Önundarson tréfót, sem bjó í Reykjafirði á Ströndum, segir: „réri jafnan til fiska, því at þá voru firðirnir fullir af fiskum“. Svipað er sagt um Ingjald í Hergisey, sem lengi leyndi Gísla Sýrssyni, og voru þeir á sjó, þegar Börkr digri kom að leita Gísla. Þá segja Islendingasögur frá því, að snemma fóru fornmenn í ver. Um Bjarnarey á Breiðafirði segir í Laxdælu, að þangað hafi menn sótt mjög til veiðifangs og að öllum missirum hafi þar verið fjölmenni. Þá hefur ekki verið minni verstöð undir Jökli, og fyrir norðan eru tilgreind fiskver, svo sem á Ströndum og á Vatnsnesi. Er um Odd Ófeigs- son frá Reykjum sagt, að hann hafi ráðist í sveit með vermönnum þangað (að Vatnsnesi), verið þar 3 vetur og 3 sumur og grætt allmikið fé. Reykdæla segir frá því, að Áskell goði í VÍKIN G U R 296

x

Sjómannablaðið Víkingur

Direct Links

If you want to link to this newspaper/magazine, please use these links:

Link to this newspaper/magazine: Sjómannablaðið Víkingur
https://timarit.is/publication/335

Link to this issue:

Link to this page:

Link to this article:

Please do not link directly to images or PDFs on Timarit.is as such URLs may change without warning. Please use the URLs provided above for linking to the website.