Sjómannablaðið Víkingur

Volume

Sjómannablaðið Víkingur - 01.12.1948, Page 46

Sjómannablaðið Víkingur - 01.12.1948, Page 46
Hluti af negrahverfi í amerískri stórborg. Dæmi þessu lík eru óteljandi. Við flugvélasmiðjur í Ohio lögðu 12 þús. manns niður vinnu, vegna þess að sjö negrar — hálærðir sérfræðingar, — höfðu verið ráðnir að verksmiðjunum. Leikstjóri nokkur í Hollywood hafði pantað borð handa tveimur, á næturklúbb einum. Þeg- ar hann kom þangað ásamt hinni frægu negra- leikkonu Lena Horne, beitti yfirþjónninn hvers konar undanbrögðum. — Afsakið, herra minn. Það hljóta að hafa orðið einhver mistök með pöntunina. Við finn- um hana hvergi. Hver tók borðið frá handa yður? Leikstjórinn svaraði hvasst: — Abraham Lincoln. En það tjáir oft lítið að vitna í Abraham Lincholn. Þótt Bandaríkin hafi háð styrjöld gegn drottnunarstefnu og kynþáttahatri fasista- landanna, er drjúgur hluti Bandaríkjaþjóðar- innar uppbelgdur og eitraður af fordómum gegn svertingjum. Því skal sízt neitað, að sterk öfl berjast fyrir rétti svertingjanna og gegn villimennskunni. Ýmsir ágætustu menn Bandarík.þmna hafa hætt lýðhylli sinni til að vinna málstað negranna gagn. Jafnvel í Suðurríkjunum, þar sem negra- hatrið má heita opinber ríkistrú, starfa allmörg félög og flokkar manna að upprætingu for- dómanna. En það starf sækist seint. Nokkrar hagfræðilegar staðreyndir tala skýru máli um kjör svertingjanna í Bandi’íkjunum. Meðalaldur svertingja er fullum 10 árum skemmri en hvítra manna. Barnadauðinn er tvö- faldur hjá svertingjum á við hina hvítu. í Harlem, — svertingjahverfi New York — gerir berklaveiki sjö sinnum meiri usla en í öðrum hlutum borgarinnar. Þetta stafar ekki af því, að berklagerillinn hafi einhverja fordóma gagnvart hvítum mönnum og vilji þá síður. Skýringin er einfaldlega sú, að berklarnir þríf- ast bezt í aumustu fátækrahverfunum, þar sem mest er um óþrif, örbyrgð og neyð. Svertingjarnir hafa fæstir af sjúkrahúsum að segja, þó að þeir veikizt. í Bandaríkjunum er 1 sjúkrarúm fyrir hverja 13 þús. svertingja, — og 1 fyrir hverja 100 hvíta menn. Til eru þau fylki í suðurhluta landsins, þar sem eru 75 sjúkrarúm fyrir eina milljón negra. Þetta er látið viðgangast í auðugu menningarríki, sem lengi hefur státað af betri lífskjörum almenn- ings en nokkurt land annað í veröldinni. Hvar, sem niður er gripið, er hið sama uppi á teningnum. Hagskýrslur sýna það, að negr- arnir hafa langtum minni laun en hvítir sam- landar þeirra, margfalt verri íbúðir, færri og lélegri skóla. Allt skapar þetta afbrot, armóð og eymd. Afbrot svertingjanna, armóðurinn og eymdin efla síðan fordóma hvíta fólksins, sem 3 3B VÍKINGUR

x

Sjómannablaðið Víkingur

Direct Links

If you want to link to this newspaper/magazine, please use these links:

Link to this newspaper/magazine: Sjómannablaðið Víkingur
https://timarit.is/publication/335

Link to this issue:

Link to this page:

Link to this article:

Please do not link directly to images or PDFs on Timarit.is as such URLs may change without warning. Please use the URLs provided above for linking to the website.