Sjómannablaðið Víkingur

Volume

Sjómannablaðið Víkingur - 01.12.1948, Page 74

Sjómannablaðið Víkingur - 01.12.1948, Page 74
Dvergar Atlantshafsins Hið mikla haf, sem menn þekkja bezt undir nafninu Atlantshafið, hefur verið leikvöllur margra mikilvægustu atburða mannkynssög- unnar. Eins og í órólegum draumi sjáum við skip víkinganna búin rauðum seglum og með dreka- höfuð, bera í grágrænan sjóinn; hinar sögu- legu karavellur Kólumbusar; þung reykskýin frá fallbyssunum á flota Filippusars annars; skyrbjúgssjúkar áhafnirnar á skipum Magel- lans, Frabishers, Carthiers, Hudsons og Ra- leighs; skítuga sjóræningjana; þunghlaðin skattaskipin á leið heim til Spánar; fræknu, litlu „Mayflower", sem flutti fyrstu innflytjendurna til Ameríku; sjóræningjana; seglskúturnar miklu þjótandi undir hlaða af hvítum seglum; og, að lokum, hina stórkostlegu skrokka nýtízku gufuskipa, sem bera í heiðan himin. Sagt er, að hafið hafi aðdráttarafl, og það er rétt. Sá, sem einu sinni hefur farið yfir hafið, gleymir því ekki. Níutíu af hundraði þrá að fara aftur, hvort sem þeir eru skemmtifei’ða- menn, skipstjórar eða hásetar. Bezta sönnun þessa óhemju aðdráttarafls hafsins er Bostonbúinn William Andrews, sem þreyttur á landlífinu hóf æfintýraferðir, sem nú skal sagt frá. William Andrews var hljóðfærasmiður í Bost- on. Hann hafði aldrei verið til sjós, en einn dag ákvað hann að fara skyndiför til Evrópu til að skoða Parísarsýninguna. Það var árið 1878. William var engan veginn efnaður og uppgötv- aði fljótlega, að ódýrasti hátturinn til að sigla, væri að sigla á sínum eigin bát. Hann talaði um þetta við bróður sinn, Walter, sem ekki aðeins samþykkti áætlunina, heldur VÍKIN □ U R 366

x

Sjómannablaðið Víkingur

Direct Links

If you want to link to this newspaper/magazine, please use these links:

Link to this newspaper/magazine: Sjómannablaðið Víkingur
https://timarit.is/publication/335

Link to this issue:

Link to this page:

Link to this article:

Please do not link directly to images or PDFs on Timarit.is as such URLs may change without warning. Please use the URLs provided above for linking to the website.