Andvari - 01.07.1962, Page 14
124
BJARNI BENEDIKTSSON
ANDVARI
síður cn ella að meta yfirburði Einars, enda e. t. v. skiljanlegt, að svo framúr-
skarandi maður félli ekki öllum jafnvel í geð
Oðrum fannst harla ómaklega farið með fremsta lögfræðing landsins og
var það ein ástæða til þess, að Einari var boðið að verða fyrsti sendiherra
íslands í Kaupmannahöfn eftir stofnun lýðveldisins, en bann afþakkaði það boð.
Sjálfur tók Einar stöðumissinum rólega og sneri sér að málflutningsstörf-
um, sem hann hafði ekki stundað fyrr nema skamma hríð fyrst eftir að hann
lauk lögfræðiprófi. Flutti liann síðan ýms umsvifamikil og vandasöm mál fyrir
hæstarétti við mikinn orðstír og gegndi málfærslustörfum fram á dánardægur.
Hér að framan hefur verið leitazt við að gera grein fyrir helztu störfum
Einars Arnórssonar, en fjarri fer, að öll verk hans hafi verið talin. Auk þess, sem
að hefur verið vikið, átti hann sæti í húsaleigunefnd Reykjavíkur 1917—19,
í dansk-íslenzku ráðgjafamefndinni 1918—34, í úttektarnefnd í Landsbanka
íslands, sem skipuð var 1927, og í Ámasafnsnefnd 1936—42. Þá vann hann
árið 1925 að rannsókn íslenzkra skjala í Ríkisskjalasafni Dana og að samningum
um afhendingu þeirra til íslands. Enn fengu ríkisstjórnir, hver eftir aðra, og
ýmsir aðrir, Einar til þess að sernja lögfræðilegar álitsgerðir. Þá var mjög leitað
til hans um samning vandasamra lagafmmvarpa. Hann vann t. d. ásamt öðr-
um að samningu vatnalaganna, laganna um meðferð einkamála, sem lögleidd
voru 1936, og meðferð opinberra mála frá 1951. Væri það eitt ærið rannsóknar-
efni að kanna til hlítar, hvern þátt Einar átti í samningu margháttaðrar lög-
gjafar um sína daga.
Einar sat lengi í stjórn fulltrúaráðs I lins íslenzka hókmenntafélags og í
stjórn Sögufélagsins frá 1910, var gjaldkeri þess 1930—35, og forseti þess og
mesti ráðamaður frá 1935 til 55. Háskólarektor var hann tvisvar, 1918—19 og
1929-30.
Fyrir störf sín var Einari veittur margvíslegur heiður. Hann var 1917
kjörinn heiðursfélagi Sögufélagsins, 1919 heiðursfélagi Bókmenntafélagsins og
á aldarfjórðungsafmæli Háskóla íslands kjörinn doctor juris honoris causa, einn
allra. Þá hlaut hann dönsk og íslenzk heiðursmerki, á sjötugsafmæli sínu stór
kross Fálkaorðunnar.
Kona Einars var Sigríður Þorláksdóttir og giftust þau hinn 5. október 1907.
Sigríður var dóttir hins nafntogaða og huginyndaríka kaupmanns Þorláks John-
sons, sem var bróðursonur Ingibjargar I onu Jóns Sigurðssonar og náfrændi
hans sjálfs. Móðir Sigriðar, kona Þorláks, var Ingihjörg Bjarnadóttir frá Esju-
bergi, annáluð dugnaðarkona. Sigríður hafði áður verið gift Ólafi Hauk syni
Benedikts sýslumanns Sveinssonar. Ólafur Haukur dmkknaði ungur. Sonur
þeirra Ölafur Haukur stórkaupmaður, ólst upp hjá þeim Sigríði og Einari.