Andvari - 01.07.1962, Page 52
162
MATTHÍAS JÓNASSON
ANDVARl
En í siðgæðisuppeldinu brestur þessi
forsenda. Með vaxandi þroska verður ung-
mennið þess áskynja, að siðgæðislögmál-
ið, sem við innrætum því, verður oft að
þoka í verknaði okkar sjálfra fyrir sín-
girni, ósannsögli og nautnafíkn. Idér kem-
ur fram hinn sérstæði vandi siðgæðisupp-
eldisins, sem afstaðan milli kynslóðanna
spcglast skýrast í. Um leið og kynslóð
hinna fullorðnu krefst ákvarðandi áhrifa
á siðgæðisvitund uppvaxandi kynslóðar,
skortir hana sýnilega heilindi til að raun-
hæfa í eigin líferni það siðgæði, sem hún
boðar í orði.
En á þeirri forsendu hvílir öll fræðsla,
að fræðarinn beiti þekkingunni á sama
hátt og hann segir ungmenninu til um.
Þessi hagnýta raunhæfing þekkingarinn-
ar gefur fræðslunni fyrst gildi, svo að
æskan tekur hana alvarlega. Þó er árang-
ur siðfræðslunnar sérstaklega háður for-
dæminu. Milli siðgæðis eldri kynslóðar-
innar í orði og siðgæðis hennar í verki er
mikið djúp staðfest. Því skortir boðskap
okkar oft sannfæringarmátt í eyrum æsk-
unnar.
II.
Þetta er hinn mikli þverbrestur í sið-
gæðismenningu nútímans: andhverfð þess,
sem er, gegn því, sem ætti að vera. Okk-
ur, sem nú berum silfuryrjað hár, er
gjarnt að býsnast yfir þeim erfiðleikum,
sem eru á siðgæðisuppeldi æskunnar.
Hinu gleymum við, hvaða þátt við sjálf
og foreldrar okkar eiga í því að skapa
uppeldislega erfiðar aðstæður. Við höfum
beitt okkur fyrir róttækum breytingum í
gerð samfélagsins, sem í framtíðinni hljóta
að valda stórauknum erfiðleikum í sið-
gæðisuppeldi æskunnar, ncma siðgæðis-
menning okkar sjálfra öðlist meiri heil-
indi og samkvæmni.
Atakanlegt dæmi slíkra breytinga í gerð
samfélagsins er rýrnandi menningarhlut-
verk heimilisins. Að eðli og uppruna er
heimilið verndarreitur, þar sem börn alast
upp við einlægara hugarþel og heilsteypt-
ara siðgæði en tíðkast í hinu ópersónulega
samfélagi. Það varnar hinum hörðu and-
stæðum samfélagsins að brjótast inn í líf
barns og unglings, fyrr en þau hafa náð
nokkrum þroska til að skilja þær og stand-
ast. Foreldrar líta á barn sitt sem einstakl-
ing og hlú að einstaklingseðli þess, en
jafnframt vex það upp í samfélagi, í hópi
systkina og annars heimilisfólks, og lærir
smám saman að meta þá umhyggju, sem
hið litla samfélag, fjölskyldan, ber fyrir
því. I þessu samfélagi byrjar það að skilja
þegnlegan rétt sinn og samfélagsskyldu.
— Þannig rækir heimilið frá byrjun báða
meginþætti siðgæðisuppeldisins, einstakl-
ingsbundna siðgæðisvitund og samúð með
öðrum. Iljá barninu styrkist sú tilfinn-
ing, að því sé borgið, að það sé öruggt, í
samfélagi fjölskyldunnar, innan vébanda
heimilisins.
Á blómaskeiði sínu var heimilið sér-
staklega vel fallið til að rækja þetta hlut-
verk. Siðgæðisuppeldið má aldrei skilja
frá starfi og starfssiðgæði. Það er ekki sízt
í starfinu, að viljanum lærist að lúta
kröfu siðgæðisins, og skapfesta og mann-
dómur nærast af sterkri rót starfsins. Því
auðugra sem heimilið er að störfum og
verkmenningu, því betur samrunnið sem
starfið er lífi fjölskyldunnar, því auðveld-
ara veitist foreldrum að rækja sinn þátt í
siðgæðisuppeldi barnsins. Því fjarlægara
aftur á móti sem heimilið er litandi störf-
urn og verkmenningu, því hættara er við
að því mistakist siðgæðisuppeldi barnsins.
Aukin tæknimenning og sérhæfing
draga starfið æ meir út af heimilinu og
sundra ljölskyldunni í einstaklinga, sem
vinna verk sitt hver á sínum stað og hver
öðrum óháðir. Hið mannmarga, anna-
sama heimili, sem um aldir var hinn eigin-
legi menntaskóli Islendinga, er nú að