Andvari

Volume

Andvari - 01.07.1962, Page 52

Andvari - 01.07.1962, Page 52
162 MATTHÍAS JÓNASSON ANDVARl En í siðgæðisuppeldinu brestur þessi forsenda. Með vaxandi þroska verður ung- mennið þess áskynja, að siðgæðislögmál- ið, sem við innrætum því, verður oft að þoka í verknaði okkar sjálfra fyrir sín- girni, ósannsögli og nautnafíkn. Idér kem- ur fram hinn sérstæði vandi siðgæðisupp- eldisins, sem afstaðan milli kynslóðanna spcglast skýrast í. Um leið og kynslóð hinna fullorðnu krefst ákvarðandi áhrifa á siðgæðisvitund uppvaxandi kynslóðar, skortir hana sýnilega heilindi til að raun- hæfa í eigin líferni það siðgæði, sem hún boðar í orði. En á þeirri forsendu hvílir öll fræðsla, að fræðarinn beiti þekkingunni á sama hátt og hann segir ungmenninu til um. Þessi hagnýta raunhæfing þekkingarinn- ar gefur fræðslunni fyrst gildi, svo að æskan tekur hana alvarlega. Þó er árang- ur siðfræðslunnar sérstaklega háður for- dæminu. Milli siðgæðis eldri kynslóðar- innar í orði og siðgæðis hennar í verki er mikið djúp staðfest. Því skortir boðskap okkar oft sannfæringarmátt í eyrum æsk- unnar. II. Þetta er hinn mikli þverbrestur í sið- gæðismenningu nútímans: andhverfð þess, sem er, gegn því, sem ætti að vera. Okk- ur, sem nú berum silfuryrjað hár, er gjarnt að býsnast yfir þeim erfiðleikum, sem eru á siðgæðisuppeldi æskunnar. Hinu gleymum við, hvaða þátt við sjálf og foreldrar okkar eiga í því að skapa uppeldislega erfiðar aðstæður. Við höfum beitt okkur fyrir róttækum breytingum í gerð samfélagsins, sem í framtíðinni hljóta að valda stórauknum erfiðleikum í sið- gæðisuppeldi æskunnar, ncma siðgæðis- menning okkar sjálfra öðlist meiri heil- indi og samkvæmni. Atakanlegt dæmi slíkra breytinga í gerð samfélagsins er rýrnandi menningarhlut- verk heimilisins. Að eðli og uppruna er heimilið verndarreitur, þar sem börn alast upp við einlægara hugarþel og heilsteypt- ara siðgæði en tíðkast í hinu ópersónulega samfélagi. Það varnar hinum hörðu and- stæðum samfélagsins að brjótast inn í líf barns og unglings, fyrr en þau hafa náð nokkrum þroska til að skilja þær og stand- ast. Foreldrar líta á barn sitt sem einstakl- ing og hlú að einstaklingseðli þess, en jafnframt vex það upp í samfélagi, í hópi systkina og annars heimilisfólks, og lærir smám saman að meta þá umhyggju, sem hið litla samfélag, fjölskyldan, ber fyrir því. I þessu samfélagi byrjar það að skilja þegnlegan rétt sinn og samfélagsskyldu. — Þannig rækir heimilið frá byrjun báða meginþætti siðgæðisuppeldisins, einstakl- ingsbundna siðgæðisvitund og samúð með öðrum. Iljá barninu styrkist sú tilfinn- ing, að því sé borgið, að það sé öruggt, í samfélagi fjölskyldunnar, innan vébanda heimilisins. Á blómaskeiði sínu var heimilið sér- staklega vel fallið til að rækja þetta hlut- verk. Siðgæðisuppeldið má aldrei skilja frá starfi og starfssiðgæði. Það er ekki sízt í starfinu, að viljanum lærist að lúta kröfu siðgæðisins, og skapfesta og mann- dómur nærast af sterkri rót starfsins. Því auðugra sem heimilið er að störfum og verkmenningu, því betur samrunnið sem starfið er lífi fjölskyldunnar, því auðveld- ara veitist foreldrum að rækja sinn þátt í siðgæðisuppeldi barnsins. Því fjarlægara aftur á móti sem heimilið er litandi störf- urn og verkmenningu, því hættara er við að því mistakist siðgæðisuppeldi barnsins. Aukin tæknimenning og sérhæfing draga starfið æ meir út af heimilinu og sundra ljölskyldunni í einstaklinga, sem vinna verk sitt hver á sínum stað og hver öðrum óháðir. Hið mannmarga, anna- sama heimili, sem um aldir var hinn eigin- legi menntaskóli Islendinga, er nú að
Page 1
Page 2
Page 3
Page 4
Page 5
Page 6
Page 7
Page 8
Page 9
Page 10
Page 11
Page 12
Page 13
Page 14
Page 15
Page 16
Page 17
Page 18
Page 19
Page 20
Page 21
Page 22
Page 23
Page 24
Page 25
Page 26
Page 27
Page 28
Page 29
Page 30
Page 31
Page 32
Page 33
Page 34
Page 35
Page 36
Page 37
Page 38
Page 39
Page 40
Page 41
Page 42
Page 43
Page 44
Page 45
Page 46
Page 47
Page 48
Page 49
Page 50
Page 51
Page 52
Page 53
Page 54
Page 55
Page 56
Page 57
Page 58
Page 59
Page 60
Page 61
Page 62
Page 63
Page 64
Page 65
Page 66
Page 67
Page 68
Page 69
Page 70
Page 71
Page 72
Page 73
Page 74
Page 75
Page 76
Page 77
Page 78
Page 79
Page 80
Page 81
Page 82
Page 83
Page 84
Page 85
Page 86
Page 87
Page 88
Page 89
Page 90
Page 91
Page 92
Page 93
Page 94
Page 95
Page 96
Page 97
Page 98
Page 99
Page 100
Page 101
Page 102
Page 103
Page 104
Page 105
Page 106
Page 107
Page 108
Page 109
Page 110
Page 111
Page 112
Page 113
Page 114
Page 115
Page 116
Page 117
Page 118
Page 119
Page 120
Page 121
Page 122
Page 123
Page 124
Page 125
Page 126
Page 127
Page 128
Page 129
Page 130
Page 131
Page 132

x

Andvari

Direct Links

If you want to link to this newspaper/magazine, please use these links:

Link to this newspaper/magazine: Andvari
https://timarit.is/publication/346

Link to this issue:

Link to this page:

Link to this article:

Please do not link directly to images or PDFs on Timarit.is as such URLs may change without warning. Please use the URLs provided above for linking to the website.